Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Qupperneq 89
Af Héraði og vestur um haf
var í senn læknir og kennimaður, sonur síra
Stefáns Pálssonar í Vallanesi (1692-1776)
sem bæði var læknir og dágott skáld, en hann
var sonur hjónanna síra Páls Högnasonar
á Valþjófsstað (1657-1738) og konu hans
Þóru, dóttur síra Stefáns Olafssonar skálds í
Vallanesi (1619-1688).
Foreldrar Jóns Austmanns bjuggu á þeirra
tíma mælikvarða góðu búi í Bót og við sæmi-
leg efni, áttu allmörg böm er upp komust en
samt átti það fyrir þessum bamahópi að liggja
þegar þau voru fulltíða að flytjast öll úr landi
og gerast landnemar í Ameríku; fyrstur fór
Páll, eldri bróðir Jóns Austmanns, hann fór
1875 til Nýja Islands í Manitoba og skírði
bújörð sína Laufhól en það býli er í Amessýslu
þar vestra. Páll fluttist þó síðar til Dakota í
Bandaríkjunum og til hans komu þá tveir
bræður hans, þeir Gunnlaugur og Jóhann;
hin systkinin frá Bót fylgdu á eftir næstu árin.
Árið 1868 gekk Jón að eiga frændkonu
sína Guðlaugu Halldórsdóttur (f. 1850); hún
var dóttir hjónanna Halldórs Einarssonar og
Önnu Þrúðar Eiríksdóttur á Egilsstöðum á
Völlum. Halldór, faðir Guðlaugar, var sonur
Einars Gíslasonar og Guðlaugar Eiríksdóttur
á Stóra-Steinsvaði.
Anna Þrúður, móðir Guðlaugar Aust-
manns, var dóttir Eiríks Jónssonar og Jarð-
þrúðar Eiríksdóttur á Egilsstöðum á Völlum,
en faðirinn, Eiríkur, var bróðir Jóns eldra í
Bót - þeir voru synir síra Jóns Stefánssonar
í Vallanesi. Jón Jónsson eldri var móðurafi
Jóns Austmanns en Jarðþrúður á Egilsstöðum
var systir Þórannar í Bót, móðurömmu Jóns.
Hjónin Guðlaug Halldórsdóttir og Jón
Austmann hófu búskap sinn í Geitavíkurhjá-
leigu í Borgarfirði eystra og bjuggu þar í hart-
nær 11 ár, en árið 1879 hættu þau búskap þar
og seldu bústofn sinn, staðráðin í að flytjast
úr landi til Ameríku.
Af óviðráðanlegum ástæðum varð þó
ekkert úr þeim áformum hjónanna í það sinn,
og næstu Ijögur árin bjuggu þau hjá ættingjum
sínum, ýmist á Egilsstöðum á Völlum eða á
Þorvaldsstöðum í Skriðdal. Árið 1883 bjuggust
hjónin aftur til brottfarar af landinu og sigldu
til Ameríku með sex böm sín og með þeim í
för var einnig fyölskylda Jarðþrúðar Halldórs-
dóttur, systur Guðlaugar, en maður Jarðþrúðar
var Sel-Gísli Jónsson.
Guðlaug og Jón Austmann settust fyrst
að í Norður-Dakota þar sem þau stunduðu
nautgriparækt; þau bjuggu þar í 15 ár og þar
bættust 5 böm í systkinahópinn til viðbótar
þeim sex bömum þeirra sem komu með frá
Islandi. Austmann-íjölskyldan tók sig þá aftur
upp og flutti nú til Minnesota, þar sem þau
settust að í héraði við Roseau River, en árið
1907 tók Austmann-fjölskyldan sig enn á ný
upp og flutti nú alla leið norður til Kanada í
íslensku byggðina við Islendingafljót í Mani-
toba, skammt fyrir norðan Winnipeg.
Þau byggðu sér hús á bökkum Islend-
ingafljóts nálægt Riverton, kölluðu staðinn
Skálholt og stunduðu aðallega nautgripa-
rækt á jörðinni. Þeim búnaðist vel á þess-
ari landareign sinni og áttu þar heldur góða
daga, staðurinn friðsæll og umhverfíð fallegt í
óspilltri náttúra en býlið var í útjaðri íslensku
landnemabyggðarinnar.
Jón og Guðlaug bjuggu í Skálholti fram á
efri ár, Jón Austmann andaðist 1. mars 1916,
76 ára að aldri, en Guðlaug Halldórsdóttir
Austmann flutti árið 1918 til Akraness í Nýja
Islandi þar sem Ólöf, dóttir hennar bjó, og þar
andaðisthún 1. apríl 1925.
Afkomendur þeirra hjóna era fjölmargir,
allt góðir og gegnir kanadískir þegnar.
87