Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 93
Rætur Stefáns Einarssonar í Breiðdal
með föður sínum Magnúsi Gunnarssyni (frá
Brekkuborg og síðar Skriðu), og þau hafi
verið við Kleifarbrautina fyrir neðan Ytri
Kleif, þegar þau mæta Margréti. Þrátt fyrir
að vera komin vel yfír nírætt, sagðist Hlíf
muna það svo vel, að hún sæi enn íyrir sér
hversu stolt þessi kona var, þegar hún ljómaði
öll og sagði þeim að nú væri hann Stefán sinn
orðinn stúdent. Hlíf vissi náttúrlega ekki þá
hvað það væri að vera stúdent, en miðað við
gleði og ánægju Margrétar, hlyti það að vera
eitt það besta sem hægt væri að verða.
Menntavegurinn
Sem bam hlaut Stefán kennslu af hendi móður
sinnar, Margrétar, en fyrsti skólinn sem hann
sótti var á Búðum í Fáskrúðsfirði og tók hann
utanskólapróf upp í þriðja bekk Gagnfræða-
skólans á Akureyri vorið 1913. Stefán var í
þeim skóla 1913 til 1914 og síðan í Mennta-
skólanum í Reykjavík þar sem hann tók stúd-
entspróf árið 1917. Að loknu stúdentsprófi
var Stefán eitt ár í heima í Breiðdal, en hóf
svo haustið 1918 nám í íslenskum fræðum
við heimspekideild Háskóla Islands og lauk
þaðan prófi árið 1924. Lokaverkefnið var
Hljóðfræði íslenskrar tungu á vomm dögum.
Stefán hlaut svo utanfararstyrk Sáttmálasjóðs
Háskóla íslands og fór til Finnlands til fram-
haldandi náms í hljóðfræði árin 1924 til 1925
og lauk doktorsprófi frá Oslóarháskóla árið
1927.
Starfsævi
Likt og margir mjög svo hæfir Islendingar fann
Stefán ekki vinnu við sitt hæfi á Islandi eftir
að náminu lauk. Sigurður Nordal prófessor
og kennari Stefáns hafði komið því svo fyrir
að Stefán varð aðstoðarmaður Bandaríkja-
mannsins Kemp Malone við rannsóknir hans
á íslenskri hljóðfræði 1919. Malone sá svo
til þess að þegar Stefán lauk doktorsnámi
var honum boðið að koma að enskudeildinni
við John Hopkins háskólann í Baltimore í
Stefán og Aðalheiður hálfsystir hans.
Maryland í Bandaríkjunum sem gestakennari.
Mörgum þótti biturt að slíkur fræðimaður
sem Stefán var þyrfti að taka sér vinnu utan
landsteinanna þar sem Háskóli Islands væri
enn ófullkominn og var íslensk hljóðfræði þá
ekki meðal þeirra faga sem vom í boði við HI.
Örlögin höguðu því þannig að Stefán
starfaði alla sína starfsævi við John Hop-
kins háskóla, þar sem hann varð prófessor,
til starfsloka árið 1962. Starf Stefáns í John
Hopkins var aðallega við enskudeild skólans.
Stefán kenndi enska og germanska málfræði,
einkum mið- og fomensku, gotnesku og dálitla
íslensku. Hann starfaði óslitið við háskólann
í hálfan ljórða áratug, 1927-1962. Eftir að
Stefán lét af störfum fluttist hann heim til
Islands og bjó í Reykjavík þar til að hann lést
á Hrafnistu 9. apríl 1972 þrotinn að heilsu.
Úr minningargrein Vilhjálms Þ. Gíslasonar
(árið 1972) um Stefán:
Dr. Stefán Einarsson var tvennt um ævina,
og hvortveggja af lífi og sál og með heiðri og
sóma. Hann var austfirskur sveitamaður og
amerískur prófessor. Hann vann rannsóknir
sínar og stundaði háskólakennslu sína vand-
lega á amerískan nýtísku máta, en í honum
var einnig mikið af safnara og grúskara á
gamla og góða austfirska vísu.
91