Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Side 103

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Side 103
Málfræðistörf Stefáns Einarssonar og örnefnasöfnun hans á Austurlandi Svavar Sigmundsson Málfræðistörf Stefáns Einarssonar og örnefnasöfnun hans á Austurlandi Erindi flutt í Breiðdalssetri á Stefánsdegi ll.júní 2011. Stefán Einarsson byrjaði snemma að fást við hljóðfræði. Á námsámm sínum í Háskóla íslands var hann ráðinn sem aðstoðarmaður Jóns Ófeigssonar við hljóðritun uppflettiorða í Orðabók Sigfúsar Blöndals og var það í fjögur ár, frá 1919-1923. Jón setti saman kver um almenna hljóðfræði fyrir þennan unga samstarfsmann sinn 1919 og þannig vaknaði áhugi Stefáns á hljóðfræði fyrir alvöru. Á undan Jóni og Stefáni er aðeins hægt að tala um Bjöm M. Ólsen, fyrsta rektor Háskólans, sem kunnáttumann um hljóðritun íslenskunnar. Vorið 1919 kom amerískur fræðimaður, Kemp Malone, til íslands. Hann lagði stund á íslenska hljóðfræði og Sigurður Nordal prófessor benti honum á að tala við Stefán, sem varð heimildarmaður hans um íslenskan framburð. Kemp Malone dvaldist hér til 1920 og þremur áram síðar gaf hann út bók um hljóðkerfisfræði nútímaíslensku sem gefín var út í Bandaríkj- unum. Bókin hlaut ekki góðar viðtökur en Stefán kunni hana utan að og dáðist alltaf að henni, skv. því sem ævisöguritari hans Anatoly Liberman segir í útgáfu sinni á úrvali úr greinum Stefáns 1986 (Stefán Einarsson. Austfirðingur í húð og hár. Studies in Germanic Philology, XVII). Stefán útskrifaðist með meistarapróf úr norrænudeild Háskóla íslands 1923-24 og hét meistaraprófsritgerð hans „Hljóðfræði íslenskrar tungu á vorum dögum“. Haustið 1924 fékk Stefán bréf frá Rolf Nordenstreng í Uppsölum sem benti honum á að fara til framhaldsnáms í Helsingfors í Finnlandi, þar sem prófessorinn Hugo Pipping var aðaláhrifamaður í almennri og norrænni hljóðfræði og norrænum miðaldafræðum. Þetta gerði Stefán. Hann tók að leggja stund á tilraunahljóðfræði hjá Franz Áima og sótti reyndar fyrir- lestra hjá Hugo Pipping um Völuspá. Stefán kynntist ýmsum góðum mönnum í Finnlandi, ekki síst Arnold Nordling, sem varð prófessor í Helsingfors, Bjöm Collinder, Svía sem varð prófessor í málvísindum í Uppsölum og Stefán varð íyrir áhrifum af þjóðfræðarannsóknum Finna, ekki síst Otto Andersson, sem var þekktur fyrir þjóðlagarannsóknir sínar. Stefán var við nám í Finnlandi 1924-1925, heimsótti Kaupmannahöfn og var í Cambridge 1925. Hann flutti ásamt fyrri konu sinni til íslands haustið 1925 og bjuggu þau fyrst í Viðey. í júlí byrjaði hann að vinna úr efni sínu ffá Finnlandi og semja doktorsritgerð sína, Beitrage zur Phonetik der islándischen Sprache (Drög að hljóðfræði íslenskrar tungu), samhliða nokkurri kennslu í Reykjavík, og hann lauk doktorsprófi sínu í Osló 1927. Segja má að ritgerðin standist enn að mörgu leyti tímans tönn, þó að hljóðritunartækni hafi fleygt fram og nýjar kenningar mtt sér til rúms um hljóðfræði. Jón Ófeigsson segir í ritdómi um doktorsritgerð Stefáns í Skírni 1928 m.a.: Fyrsti Islendingur, sem stundað hefúr hljóðfræðinám og kynnzt hljóðfræðirannsóknum eins og þær eru fúllkomnastar með öðrum þjóðum, er höfundur þeirrar bókar, sem hér verður gerð lítils háttar að umræðueíni, Stefán Einarsson. [Hann] ... gerði jafnframt ýmsar mælingar á íslenzkum hljóðum og orðum, með nýjustu tækjum.... Hann heldur enn áfram hljóðfræðirannsóknum og er nú tvímælalaust lærðastur allra Islendinga í þessum fræðum (237). 101
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.