Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Qupperneq 110
Múlaþing
þar um slóðir að einhver væri tóki langur. (Þeir Hamarsfeðgar eru tókar langir; lengstu menn sem
ég rakst á fyrir austan land.) Hugsað gæti maður að hey hefði skafið af Hvekk í norðanstormum út
í ána fyrir þeim Hamarsmönnum, og hefði bletturinn þannig hvekkt þá.“ (2)
Um Hultra o.fl.;
...er mér grunur á að Hultin, Hultimar, Hultramir og Hultrumar kunni að vera í ætt við sögnina hylja
og mætti kalla þessa staði hulin pláss. Myndi þau svo kölluð af því að þau væri í hvarfi heiman frá
bæjunum. Væm þau þá hliðstæð mörgum Hvörfum fyrir austan, einkum þar sem menn hverfa fyrir
hæstu hjallabrúnir í fjöllum. Mér virðast þessi þrjú pláss sem hér hefur verið lýst hafa það sameigin-
legt. Enn væri hugsanlegt að þetta væri breyttar myndir af hvilft - vi- hafi orðið u-. (6)
Um Slött og Röndólf;
Fjallið Slöttur milli Skriðu- og Flögudals á sér vitanlega enga hliðstæðu.... Sunnan á Sletti er klettur,
sem getur minnt á hönd er réttir vísifingur upp í loftið, þessi frngur er nú af sumum Breiðdælingum
kallaður Tröllafingur, en hið foma og enn nýja nafn hans er Röndólfúr. Dregur hann eflaust nafn af
tröllinu Röndólfi í Gönguhrólfssögu og hef ég bent á þetta í Breiðdælu. ...
Stefán spyr sig að því í Breiðdælugreininni hvort nokkur dæmi séu þess að menn gefi hraunum,
klettum og dröngum mannsnöfn. Hann svarar því játandi og segir:
Ljósast er dæmið um Njál og Beru, tvo tinda austan Reindalsheiðar. Njáll er mjór. Bera gildvaxin
niður, eins og hún væri í pilsadúðum. Auðséð er um þessa tinda, að þeir hafa fengið mannsnöfn af
því, að álengdar minntu þeir á menn. Er slík nafnagift svo algeng, að naumast ætti að þurfa að færa
sönnur á. Víðs vegar, eflaust um land allt, er stráð körlum og kerlingum, og það eigi aðeins á landi,
heldur og í sjónum við strendur landsins. ... En eins og það er ljóst, að Njáll og Bera hafa fengið
nöfn sín af mannslögun sinni, þá er það ekki síður augsýnilegt, að alþýðan hefur sótt þessi nöfn í
bókmenntimar, í beztu og vinsælustu sögubókina, sem menn þekktu. Hvenær þetta hafi gerzt, er
ekki gott að gizka á, en a.m.k. eru þessi ömefni þá ekki eldri en Njála (ca. 1300). (Breiðdœla, 30).
Eins og hér hefur verið rakið varð Stefán fyrstur manna hér á landi til að stunda hljóðfræði
byggða á mælingum og frumkvöðull að nákvæmri hljóðritun íslensks máls. Þá hafa athuganir
hans á mállýskum lagt grundvöll að þeirri fræðigrein hérlendis. Flest af þessu hefur verið
Islendingum lítt kunnugt nema þeim þrönga hópi manna sem stundar þessi ífæði á háskólavísu.
Sama er að segja um ömefnin sem hann safnaði. Hann dró saman mikið efni sjálfur hér
austanlands og hvatti aðra til að safna. Ætla má að hann hefði getað unnið meira úr því efni
heim kominn eftir áratuga langa útivist, en heilsa hans hefur komið í veg fyrir það hin síðustu
ár hans. En óhætt er að segja að Stefán hafi verið þessum greinum íslenskra fræða hinn þarfasti
maður og framlag hans til þeirra seint fullmetið.
108