Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Síða 111
Hljóðupptökur Dr. Stefáns Einarssonar
Smári Ólason
Hljóðupptökur Dr. Stefáns Einarssonar
Erindi flutt i Breiðdalssetri á Stefánsdegi ll.júní 2011.
A 19. öldinni fannst enn mikið af gömlum þjóðlegum fróðleik hér á íslandi, en þegar fór
að síga á seinni hluta aldarinnar kom önnur menning í staðinn svo að hin gamla menning
gleymdist smátt og smátt. Framsýnir menn eins og Jón Ámason (1819-88), Magnús Gríms-
son (1825-1860), Finnur Jónsson á Kjörseyri (1842-1924), Jónas Jónsson frá Hrafnagili
(1856—1918) og Ólafur Davíðsson (1862-1903) hófu að safna þjóðlegum fróðleik og skrá
hann niður, Bjami Þorsteinsson (1861-1938), safnaði þjóðlögum og skráði þau.
Jón Pálsson hét maður sem uppi var frá 1865 til 1946. Jón ólst upp á Stokkseyri og árið
1887 tók hann við stöðu organista við Stokkseyrarkirkju við lát Bjama bróður síns, en hann
var einn fyrsti organisti á íslandi úti á landsbyggðinni. Árið 1903 byrjað Jón, þá bankagjald-
keri í Reykjavík, að hljóðrita þjóðlegan fróðleik á vaxhólka. Jón gerði þessar hljóðritanir
á eigin kostnað allt til ársins 1912. Þess má geta, að elsti viðmælandi Jóns, Guðmundur
Ingimundarson frá Bóndhóli í Borgarfírði, var fæddur árið 1827. Um 1920 hljóðrituðu þeir
Hjálmar Lárusson (1868-1927) og Jónbjöm Gíslason (1879-1969) rímur og kvæðalög á um
120 vaxhólka. Jón Leifs tónskáld (1899-1968) hljóðritaði íslensk þjóðlög og rímnakveðskap
á vaxhólka árin 1926, 1928 og svo 1934 á alls 76 hólka.
Skömmu eftir stofnun Ríkisútvarpsins vom keypt upptökutæki til þess að taka upp á plötur
og hefúr eitthvað varðveist af því efni. Árið 1935 hljóðrituðu félagar í Kvæðamannafélaginu
Iðunni um 400 stemmur á það sem nefnt hefur verið „silfurplötur,“ en helmingurinn af þeim
kom út fyrir nokkm síðan í vandaðri útgáfu.
Fram hefur komið hér í öðrum greinum að Stefán hafí mælt hljóðfræði íslenskrar tungu
með mælitækjum og Ragnheiður, móðir Bjöms Björgvinssonar á Breiðdalsvík, sagði honum,
að það hefði ekki verið vel séð að Stefán kæmi arkandi um í sparifötunum með tæki um öxl
og truflaði fólk við sláttinn. En Stefán lét ekki hér við sitja.
Um 1950 komu til sögunnar á almennum markaði segulbandstæki. Þau vom einstaklega
hentug og það mátti fara með þau um til að hljóðrita. Varðveist hafa hljóðupptökur á segul-
böndum sem Stefán Einarsson gerði ásamt Knúti Skeggjasyni tæknimanni á Revere tæki frá
Ríkisútvarpinu í Breiðdal í septembermánuði árið 1954 og svo hann einn á Smyrlabjörgum
í Suðursveit 1957.
Með þessum hljóðritunum sínum var Dr. Stefán Einarsson fyrstur manna til að hljóðrita
og safna á vettvangi þjóðlegum fróðleik á segulbönd. Hann hljóðritaði á Austurlandi sagnir,
kvæði, lausavísur, þulur og rímur sem ýmist var mælt fram, sungið eða kveðið. Skipulögð
söfnun á þjóðfræðaefni á vegum Stofúunar Áma Magnússonar hófst ekki fyrr en árið 1962.
Samkvæmt skrám Stofnunar Áma Magnússonar eru skráðar á Stefán 45 færslur frá árinu
1954 á Breiðdalsvík og 18 færslur frá árinu 1957 í Suðursveit, samtals 63 færslur.
109