Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 128
Múlaþing
Vopnajjörður, snemma á 20. öld. Myndin er fengin hjá Halldóri Karli Halldórssyni á Vopnafirði.
fjallanna og verður lítt treyst á beit. Hins
vegar ef lægðir ganga upp á Grænlandshaf
og suðvestlægar áttir ríkja þá má vænta
hnjúkaþeys og mikilla hlýinda í Vopnafirði. I
köldu árferði gat því verið erfítt að koma frarn
bústofni í Vopnafirði en hagstæðir sumar-
vindar auðvelduðu mönnum heyöflun því
flestar jarðir í Vopnafirði höfðu gott land
til slægna ef vel áraði. Það sýndi sig þegar
ræktunarbúskapur hófst fýrir alvöru að þar
var af nægu að taka svo Vopnfirðingar hafa
fram á síðustu ár rekið eigin mjólkursamlag
og reka enn eigið sláturhús.
Hér á næstu síðu má sjá línurit, svokallað
7 ára keðjumeðaltal hitafars sem sýnir sveiflur
hitafars í Stykkishólmi frá upphafi mælinga
1832 og fram til ársins 2002. Til samanburðar
em svo hitamælingar á stöðvum á Langanesi,
Vopnafirði og á Kollaleiru sem sýna sterka
samsvömn milli stöðva. Þó má greina líkleg
áhrif norðaustanáttarinnar t.d. á árinu 1992 í
dýpri lægð á línuritinu.2
Frjósemi jarðar, fjár og fólks
Árið 1801 vom í þessari víðlendu sveit 306
íbúar á 42 býlum. Sveitin skiptist þá í tvær
sóknir, Hofssókn og Refstaðarsókn en þær
vom sameinaðar 1812.3 Á þessum býlum voru
47 heimili að kaupmannsheimilinu meðtöldu.
Hlutfall bama var 34,97% sem var svipað og
landsmeðaltalið (sjá töflu 1).
Veðrátta var rysjótt á fýrsta þriðjungi ald-
arinnar og oft lágu ísar við land svo stundum
féll fólk úr hor og hörgulsjúkdómum.4 Annars
virðist talsverður óstöðugleiki einkenna veð-
urfar á 19. öld allt fram til 1892 (Sjá línurit
á næstu síðu). Þrátt fyrir misjafnt árferði
fjölgaði þessum harðgerða stofni fram til
1816 um 59 manns og þá hefur býlum fjölgað
um fjögur. Engir eru 1816 skráðir á Ljósa-
landi, Syðrivíkurhjáleigu og Brunahvammi
sem voru í byggð 1801. Þess í stað er skráð
búseta á Skálanesbæjunum; Svínabökkum
og Rauðshólum í Fjallasíðunni, Breiðumýri
á Selárdal, Hvammsgerði sem er líklega hjá-
2 Sbr. Veðráttuna 1992. Ársyfírlit samið af Veðurstofunni, bls. 98. 3 Prestatal ogprófasta I, bls. 3.
4 Sjá m.a. Halldór Stefánsson. „Þættir úr sögu Austurl.“. bls. 56-57
og Endurminningar Gyðu Torlacius bls. 27, 57-58 og 83-86.
126