Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 131
Fólksfjölgun og byggðaþróun í Vopnafirði á 19. öld.
Ár Vopnafjörður Jökuldalur Eydalasókn Kirkjubæjarsókn
1816 29,60% Vant.Möðrud. 57,77 54,4
1845 29,54 58,63 40,8 48,92
1860 28,9 57,77 37,23 52,19
1880 32,43
1890 37,18
Tajla 2. Hlutfall íbúa fœddra utan sóknar (hrepps) Taflan er unnin upp úr mann-
tölum.
eða úr 46 í 83, þar af voru 3 í kaupstaðnum.
Á þessum góðu árum fara Vopnfírðingar að
huga að framförum í búskap til að teysta
afkomu sína og þann 22. apríl 1850 var
stofnað „Vopnafjarðar jarðabótafélag“ með
34 félögum sem verður að teljast góð þátt-
taka.9 Um það leyti voru 694 íbúar á 98
heimilum í Hofssókn.10 Fjórum árum seinna
sýna tölur sterka stöðu sveitarsjóðsins með
rekstrarafgang upp á 808 ríkisdali.” Vorið
1853 sendi Jarðabótafélagið ungan bóndason
Bjöm Ásbjömsson frá Einarssöðum til jarð-
yrkjunáms í Danmörku og ber hann titilinn
jarðyrkjumaður í manntölum 1860 og 80. Verk
hans hafa vafalaust orðið Vopnfirðingum til
gagns og uppfræðslu við fyrstu skref þeirra í
átt til ræktunarbúskapar. Tvennt annað er rétt
að nefna sem horfði til framfara í sýslunni á
þessum tíma. Snemma á öldinni hófu Gunn-
laugur Þorkelsson og fleiri bændur á Jökuldal
búijárkynbætur sem vafalaust hafa haft áhrif
út fyrir sveitina.12 Á sjöunda áratugnum voru
haldin námskeið í mjólkurmeðferð (smjör
og ostagerð) í Möðrudal þar sem kennari
var sú merka kona Sigríður Magnúsdóttir
frá Skáleyjum á Breiðafírði en hún hafði
menntast í þrjú ár í Danmörku.13 Er ekki
9 Gunnar Sigmarsson og Sigurjón Friðriksson. Saga Búnaðarfélags
Vopnafjaróar, bls. 17.
10 Skýrslur um landshagi I 1858, bls. 26.
11 Skýrslur um landshagi II, bls. 150-51.
12 Halldór Stefánsson. Þættir úr sögu Austurl.“, bls. 59-61.
13 Játvarður Jökull Júlíusson. Sagan afSigríðistórráðu, bls. 146-157.
vafi á að þekking hennar
hefur boðist mörgum
vopnfírzkum heimasætum.
I hinu góða árferði hélt
Vopnfírðingum áfram að
fjölga svo þeim tókst að slá
öðrum við í sýslunni. Við
manntal 1860 voru þeir
orðnir 989 á 64 jörðum
og afbýlum. Heimilin voru
um það bil 125 og 5 að auki í kaupstaðnum,
húsmennskufólk að jafnaði ekki talið með
nema 4 eða fleiri séu í fjölskyldu. Hlutfall
bama er enn hátt eða 39,53% en fólk sem
skráð er fætt utan sóknar er 28,9% íbúanna
sem sýnir að fjölgunin byggir fyrst og fremst
á frjósemi heimafólksins en minna á aðfluttu
fólki.
Enn höfðu byggst upp nokkur býli, Leifs-
staðir og Selárbakki í Selárdal, Mælifell,
Aðalból og Selsárvellir í Mælifellsheiði
(Fossvellir 1861). Kálffell í Fossheiði og
Melur í Tunguheiði, byggður 1848. Á Hólum,
afbýli frá Hauksstöðum vom 3 fjölskyldur
með 19 heimilismenn og Skálar höfðu byggzt
út úr landi Vatnsdalsgerðis. Samtals höfðu
því byggzt upp 22 býli frá 1801, á þeim vora
1860, 34 heimili með 218 íbúa eða svipaður
fjöldi heimila og íbúa er voru í Eydalasókn í
Breiððdal 1801.
Bæjarhús í Brunahvammi. Myndin erfengin hjá Halldóri
Karli Halldórssyni á Vopnafirði.
129