Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Side 135
Fólksfjölgun og byggðaþróun í Vopnafirði á 19. öld.
160
Tafla 4. Fólksflutningar frá Vopnafirði til Ameríku 1873-1900. Samkvœmt
Vesturfaraskrá Júniusar H. Kristinssonar.
Austurlandi hafði flutt til Ameríku 1873 og
þar á meðal 20 Vopnfirðingar.21 Eftir ösku-
fallið var eins og skriða færi á stað því árin
1876-80 fluttu um 290 manns úr Vopnafirði
til Ameríku (sjá töflu 4).
Þegar manntal var tekið 1880 reyndust
Vopnfirðingar vera 848, þar af bjuggu nú 50
manns í kaupstaðnum og eru menn nú byrjaðir
að styrkja nauma afkomu með fiskveiðum.
Tveir húsbændur í Leiðarhöfn sagðir lifa á
fiskveiðum. Um það bil 60 jarðir og afbýli
eru byggð. Kotin í Mælifellsheiði: Aðalból,
Selsárvellir og Fossvellir, auk Selárbakka í
Selárdal, eru ekki lengur í byggð en þeirra
í stað bættist við eitt kot í Almenningnum,
Fram-Hamar byggður
1869.22 Enginn er skráður á
Kálffellinu í Fossheiðinni né
á Hraunfelli en 7 heimilis-
menn þaðan fóru til Ameríku
79 og 80 þó enginn skráður
bóndi. Enginn er á Dysj-
amýrinni á Þverfells-
dalnum en í þess stað er
komið nýtt býli Skálamór
inn í Hauksstaðaheiðinni
og hlaut það síðar nafnið
Arnarvatn. Býlið hefur
byggst fyrir 1879 því það
ár flyturþaðan fjölskylda til
Ameríku.23 Svipaður fjöldi
býla hélzt svo til aldamóta.
íbúum hefur 1880 fækkað
um 140 sem er rétt um
helmingur þess fjölda sem
flutti til Ameríku svo enn
fylla Vopnfirðingar drjúgt
í skörðin þótt kalt sé með
köflum í kotunum. Hlutfall
fæddra utan sóknar hefur reyndar hækkað
dálítið en er þó ekki sérlega hátt eða 32,43%
og bendir ekki til að Jökuldælingar hafi fyllt
jafnóðum í skörðin eins og heyrst hefur eftir
gömlu fólki í Vopnafirði. Hlutfall bama hafði
lækkað nokkuð sem von er vegna versnandi
árferðis, var 35,38% sem var þó enn langt
yfir landsmeðaltali (sjá töflu 1).
Fyrstu tvö ár níunda tugarins voru
harðindaár, talað um frostaveturinn mikla
1881 og mikil vorharðindi og mislingasumar
1882. Árið 1885 var snjóavetur og féll þá
snjóflóð úr Bjólfinum á hluta Seyðisíjarðar-
bæjar og braut 16 hús og 24 menn fórust.24
Knútsbylur skall á 7. janúar 1886 og olli víða
21 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. Saga Islendinga í Vesturheimi \\, bls. 22 Búkolla I, bls. 78.
134-198.
23 Sjá Júníus H. kristinsson. Vesturfaraskrá, bls. 17 og Búkollu I,
bls. 106.
24 Óprentuð frásögn Haraldar Guðmundssonar frá Firði í fórum G.
Beck.
133