Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Qupperneq 155
Nokkrar smásögur frá æskuárum mínum á Seyðisfirði
Garðarshús, neðar til vinstri sést á Madsenshús. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
við þegar maður kom í uppgönguna, hurðin
var í þetta skiptið aftur, okkur gekk vel að
opna hana. Þegar við komum inn í eldhúsið
þá var þar enginn maður og ekki sýnilegt að
þar hefði nokkur verið nýlega. Okkur þótti
þetta skrítið, því þama hafði það einmitt verið,
sem okkur sýndist fólkið vera, við fómm því
í hinar stofurnar tvær, sem líka voru auðar
og tómar, það var því ekki nokkur mannleg
vera þar uppi, hafði auðvitað aldrei verið,
því enginn mennskur maður hafði komist út
úr húsinu á tímabilinu, svo við yrðum þess
ekki varir.
„Þetta er bara vitleysa,“ sagði einn okkar,
við höfum auðvitað aldrei sjeð neitt. „Jú við
sáum það allir,“ sagði jeg. „Heldurðu kannski
að við hefðum ekki heyrt eitthvað til þess
svona margra, hefði þetta verið,“ sagði þá
annar. Mjer fannst jeg ekki vel geta mótmælt
þessu, því við höfðum aldrei neitt hljóð heyrt
frá því. Svo hugsuðum við ekki um það frekar,
en ekki var laust við að geigur væri í mjer,
því jeg trúði því að við hefðum sjeð fullt af
fólki, körlum og konum. Við fóram því niður
af loftinu og út í sólskinið. Við vissum líka
að við máttum ekki vera þama uppi, því ef
verkstjórinn vissi það að við voram þar var
hann vanur að reka okkur út, og var ekkert
blíður á manninn. Hann var norskur og ekki
talinn neitt sjerlega geðgóður.
Jeg man ekki til að við segðum nokkum
tíman frá þessu og svo gleymdist þetta.
Fyrirboði slyss
Nú ætla jeg að segja frá atviki sem kom iyrir
fáum áram seinna, þá var jeg um fermingar-
aldur. Það er ekki draugasaga, heldur mætti,
frekast skoðast sem fyrirboði. Þetta mun
153