Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 157

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 157
Nokkrar smásögur frá æskuárum mínum á Seyðisfirði Gifturík björgun Nú ætla jeg að segja frá atburði sem skeði þegar jeg var drengur og átti heima í Hlöðunni svokölluðu. Jeg man ekki vel hvað gamall jeg var orðinn, líkast til 8 — 9 ára, kannski 10, varla eldri. Geta verður þess áður en jeg fer lengra, að það bjó öldruð kona í húsi sem var áfast við Hlöðuna. Wathne ljet byggja þetta hús handa henni, upp úr gömlu fjósi og hefði því mátt heita íjós eins og Hlaðan. Kona þessi hjet Katrín Guðmundsdóttir, hún bjó þar ein og hafði aldrei gifst, eða verið við karlmann kennd, og lifði af handafla sínum, en stundaði hænsnarækt seinna. Hún var okkur krökkunum góð, en þó höfðum við strákamir gaman af að glettast við hana annað slagið, og jeg man það að þegar við vomm að meiða okkur, og fórum að skæla þá sagði Katrín: „O vertu harður“ eða „bíttu á jaxlinn og bölvaðu í hljóði.“ Svo verð jeg að geta annarrar konu, hún hjet Oddbjörg Sigurðardóttur og átti heima út á Strönd. Hún var nokkurs konar einsetukona líka eins og Katrín en ekki eins gömul og hún. Oddbjörg mun hafa verið um fertugt eða fimmtugt þegar hjer var komið. Hún var stutt og digur budda, mætti næstum segja að hún væri jöfn á alla kanta, og hafði aldrei gifst frekar en Katrín. Barngóð var hún og sagði þeim oft sögur, böm sóttust því mikið eftir að vera með henni. Jeg minnist ekki að hafa sjeð jafn lágvaxinn kvenmann, hvorki fyrr nje síðar, þegar jeg var um fermingu þá náði hún mjer varla í öxl. Ekki get jeg sagt hvað hún stundaði, jeg held að það hafí ekki verið neitt sjerstakt, nema að hún spáði í spil og það verð jeg að segja að hún var spámannlega vaxin, enda þótti margt rætast sem hún sagði. Þá verð jeg að geta þess, að faðir minn átti bát (norska skektu) sem hann notaði til aðdrátta að heimilinu og í ýmislegt smá skjögt. Skektan var oft bundin í krikanum innan við þurrkreitinn, neðan við veginn, þar hagaði Sigríður Gunnarsdóttir, ( Sigga systir.) Eigandi myndar: Hallgrímur HaUgrímsson. þannig til, að um flóð var hún á floti, en á þurru urn fjöru. Við krakkarnir vorum oft að leika okkur í henni, sjerstaklega þegar hún var á floti. Jeg man ekki vel hvað mörg við vorum þar í þetta sinn, en Sigga og Sella systur mínar voru þar og jeg. Við fómm öll út í þá hliðina, sem ljær var grunninum, og horfðum út fyrir borðstokkinn niður í sjóinn Við Sigga vomm á sömu þóftinni, og hún nær borðstokknum, en vegna þess að jeg vildi vera einn á þóftinni, en hún vildi ekki fara burt, þá smá ýtti jeg henni eftir þóftinni út að borðinu. Jeg ætlaði að fara að róa með priki sem jeg hafði, og þurfti því að komast að ræðinu, en svo fór jeg að mgga skektunni af stríðni, þá vissi jeg ekki fyrr til en Sigga valt útbyrðis í sjóinn. „Jæja þar Ijckkstu nóg 155
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.