Strandapósturinn - 01.06.1992, Qupperneq 23
ins hjá HSS og faðir hans, Bragi Guðbrandsson, skíðamaður
ársins. Eyjólfur Magnússon frá Krossnesi var kjörinn sundmaður
ársins. Knattspyrnumaður ársins var Ólafur Númason á Hólma-
vík og knattspyrnukona ársins Helena Jónsdóttir á Hólmavík. Þá
var Stefán Lúðvíksson á Hólmavík kjörinn knattspyrnupolli árs-
ins. A þinginu voru í annað sinn kunngjörð úrslit í kjöri íþrótta-
manns HSS og hlaut Jón Bjarni Bragason titilinn að þessu sinni,
en hann náði góðum árangri í mörgum greinum frjálsra íþrótta á
árinu, auk þess sem hann vann til verðlauna á skíðamóti og borð-
tennismóti HSS.
Menningarmál. Þann 15. apríl frumsýndi Leikfélag Hólmavíkur
gamanleikinn „Glímuskjálfta“ í leikstjórn Harðar Torfasonar.
Glímuskjálftinn hét upphaflega „Orrustan á Hálogalandi“, en
Hörður endurskrifaði verkið að talsverðu leyti fyrir leikfélagið og
færði það í nútímabúning. Aðalhlutverkið, glímukappinn Her-
mann Hermanns, var í höndum Sigurðar Atlasonar, en auk hans
tóku um 20 manns þátt í sýningunni. Að loknum sýningum á
Hólmavík og nágrenni var farið með verkið í lengstu leikferð í
sögu félagsins, þar á meðal til Raufarhafnar, vinabæjar Hólmavík-
ur á Islandi. Þar var aðstandendum sýningarinnar tekið með
kostum og kynjum sem um kóngafólk væri að ræða.
Á útmánuðum var kvikmyndin „Ingaló“ frumsýnd í Reykjavík,
en eins og fram kom í síðasta Strandapósti var myndin að hluta
tekin upp á Drangsnesi og í gamla samkomuhúsinu á Hólmavík,
með aðstoð og þátttöku heimamanna. Myndin var síðan sýnd í
samkomuhúsinu á Hólmavík um vorið og þótti mörgum kyndugt
að sitja í húsinu og horfa á innviði þess á tjaldinu. Félögum úr
leikfélaginu brá fyrir í myndinni, en ekki reyndi rnikið á leikræna
hæfileika þeirra.
Þann 21. nóvember frumsýndi leikfélagið barnaleikritið „Allt í
plati“ eftir Þröst Guðbjartsson, en þar hittast ýmsar þekktar pers-
ónur fyrir tilstilli Línu Langsokks. Má þar nefna Lilla klifurmús,
Mikka ref, Karíus og Baktus og ræningjana úr Kardimommubæn-
um. Illa viðraði til leikferðalaga um þessar mundir, en þó tókst
leikhópnum að komast með verkið til Reykjavíkur, þar sem það
21
L