Strandapósturinn - 01.06.1992, Page 27
Kostnaður við endurbæturnar var um 2,7 milljónir króna. Þá
réðust félagsmenn í ungmennafélaginu Leifi heppna í miklar
endurbætur á búningsaðstöðunni við sundlaugina á Krossnesi.
Um haustið reis stór skemma í iðnaðarhverfi á Hólmavík.
Skemman er í eigu Gunnlaugs R. Magnússonar, og skv. bygging-
arleyfi er þarna um að ræða gistihús með 10 herbergjum. Skv.
öðrum heimildum er húsinu ætlað að hýsa hákarlsverkun. Óljós
tilgangur byggingarinnar varð tilefni blaðaskrifa í Pressunni síðla
árs.
Nýtt hafnarvogarhús var tekið í notkun á Hólmavík snemma
vetrar, en bygging hússins hófst 1991. Eftir er að Ijúka innanhúss
frágangi í húsinu. Þá var unnið áfram við byggingu flugstöðvar-
húss við Hólmavíkurilugvöll.
Bygging íbúðarhúss að Þorpum í Kirkjubólshreppi vakti
nokkra athygli á árinu, en húsið verður að langmestu leyti byggt
úr rekaviði. Lokið er við að steypa sökkla og plötu undir húsið, og
verður það reist næsta sumar. Bændurnir í Þorpum og á Grund
hafa komið sér upp ágætri aðstöðu til að vinna borðvið og planka
úr rekaviði og hafa þegar unnið úr nær öllum reka sem tiltækur
var á jörðunum.
Aðrar verklegar framkvœmdir. A árinu var gerður skjólgarður við
smábátahöfnina á Norðurflrði, og var kostnaður við verkið urn
7,5 milljónir króna. Einnig var unnið að lendingarbótum í Djúpu-
vík. Þá var sett upp flotbryggja fyrir smábáta í Hólmavíkurhöfn.
Sveitarstjórnarmál. Þann 1. janúar fækkaði sveitarfélögum í
Strandasýslu um eitt, þegar sameining Óspakseyrar- og Fells-
hreppa tók gildi. Hinn nýi hreppur nefnist Broddaneshreppur,
enda urðu hrepparnir tveir til við skiptingu hins forna Brodda-
neshrepps árið 1887. Um haustið komu upp deilur í hinum nýja
hreppi vegna ráðningar skólabílstjóra að Broddanesskóla, og
þurfti Félagsmálaráðuneytið að úrskurða í málinu.
Ymislegt. I lok maí var Sr. Sigríður Óladóttir sett inn í embætti
sóknarprests í Hólmavíkurprestakalli, en prestakallinu hafði þá
25