Strandapósturinn - 01.06.1992, Page 56
Er hákarlinn svona lyktnœmur?
Já, hann er svona fljótur að finna ef einhvers staðar er æti. Það
má geta þess til dæmis að eftir að togarar — útlendir togarar —
fóru að koma þarna á Húnaflóann, að þá hvarf allur hákarl.
Hvencer stóð nú aðalvertíðin yfir?
Doggaróðrar byrjuðu venjulega í janúar eins og áður var
minnst á og alltaf farið á sjó ef færi gafst vegna veðurs fram að
páskum eða fram í endaðan mars. Eftir páska fóru svo menn að
búa sig út í skurðarróðrana.
Og þeir voru frábrugðnir að því leyti að þá var bara hluti afhákarlin-
um hirtur?
Já, þá var það þannig að það var lifrin, sem var hirt, og bökin úr
stærstu hákörlunum. Þeir voru að nokkru, þó litlu leyti, líkir
doggaróðrum en yfírleitt í flestu ólíkir. Það var legið fyrir föstu
eins og í doggaróðrunum og það voru notuð sams konar færi,
sams konar beita og sá útbúnaður var eins, en svo var annað sem
var öðruvísi. T.d. þegar hákarl var dreginn að bátshlið þá var
tekinn mikill og flugbeittur fleinn sem hét „drepur“ og þessu var
stungið í hákarlinn. Sá sem stakk varð að vera viss um að hann tæki
stundur mænuna í hákarlinum. Því kom það fyrir ef óvanir menn
gripu drepinn og stungu hákarlinn og hittu ekki á mænuna, að
hákarlinn velti sér eða bylti sér og alltaf á sárið. Um leið missti
viðvaningurinn drepinn eða þá að hákarlinn braut skaftið í hönd-
unum á honum. Þetta þóttu nú ekki veiðimannslegar aðfarir. En
yfirleitt mun það hafa verið skipstjórinn sjálfur sem stakk hákarla
þegar þeir komu. Þegar það var búið var hákarlinn dreginn að
vantinum og þar hékk mikið áhald sem hét „heisingarífæra“.
Henni var stungið yfirleitt í hnakkann á hákarlinum og honum
svo snúið, dreginn upp á heisingum. Þær voru þannig að það var
tvískorin blokk efst uppi í mastri og önnur fest í borðstokkinn eða
lunninguna og gegnum þetta var dreginn kaðall og lá annar endi
kaðalsins fram á keðjuspilið, því þar var híft á, keðjuspilinu, en
hinn endinn var í ífæruna. Síðan var hákarlinn dreginn svona upp
úr sjó þar til hann kom upp á móts við lunningu. Þá var tekin
skálm sem var mjög lík þeirri sem var notuð í doggaróðrunum,
skorið út úr báðum kjaftvikum og kviðurinn dálítið niður svo það