Strandapósturinn - 01.06.1992, Síða 58
lausu. Það var aldrei leyst upp sem kallað var og reynt að halda til
lands í náttmyrkri og byl og stórsjó eða þegar vont var veður,
heldur var veðrið legið af sér yfir nóttina og farið í land þegar
birti. Þá kom það fyrir að við fengum það vont veður að við urðum
að liggja fyrir lausu sem kallað var. Þá var línan losuð af hnýflin-
um, línan var það sem við lágum fyrir, og lá í hjólkellingunni aftur
eftir bátnum og menn röðuðu sér á línuna, héldu um hana báðum
höndum. Þegar brotsjóar virtust stefna að bátum eða svona hættu-
legri öldur þá var gefið eftir á Iínunni og báturinn hafður sem
allra lausastur fyrir þegar ólagið reið undir bátinn. Þá lyfti hann
sér alveg ótrúlega vel upp á ölduna. Þegar hún var gengin hjá var
dregið á kaðlinum áfram til baka til að vera á svipuðum stað þegar
næsta ólag kæmi. En hefðum við legið fyrir föstu hefði báturinn
að sjálfsögðu bara gengið undir brotsjóana og þá hefði náttúrlega
allt verið búið. Eg veit ekki hvort þetta er að komast í hann
krappan. Þetta var það sem við gátum alltaf búist við að kæmi fyrir
og tókum því eðlilega eins og það var. En stundum hefur sjálfsagt
ekki munað miklu. og það gefur auga leið að fimm manna far úti á
Húnaflóa við þvílíkar aðstæður er ákaflega lítilijörlegur og veik-
burða farkostur miðað við umhverfið. Og ég man það að okkur
gat stafað hætta af fleiru en veðri. Eg veit ekki hvort ég á að segja
frá því, en við lágum þá langt úti á Húnaflóa og niður á miði sem
heitir Munaðarnesfjall. Þegar við komum út sáum við enskan
togara dálítið inn á flóanum, svona inn á móts við Hyrnur, og við
vissum að allur hákarl var genginn út í niðurburðinn frá togaran-
um, svo við keyrðum langt norður fyrir, norður á Munaðar-
nesfjall og lögðumst þar til að vita hvort við gæturn þá ekki náð í
eitthvað af hákarli. En hann gerði ákaflega vont veður, mikinn sjó
og hvassviðri, og það var ekkert hjá okkur að gera annað en að
liggja af okkur nóttina, sem reyndar var farin að styttast, en þó
nógu dimm í svoleiðis veðri. Við höfðum öll siglingamerki uppi
eins og vera bar, við lágum fyrir föstu og höfðum lukt á stagnum,
framstagnum, en báturinn var ekki raflýstur og ein handlukt
þegar orðið var svona hvasst. . . þá lagði svo ljósið að það sást bara
ekki.
Nú sjáum við það að togarinn kernur út og hann stefnir beint á
56