Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1992, Side 62

Strandapósturinn - 01.06.1992, Side 62
til að losa hann úr maganum og síðan var kríunni haldið fastri í bugnum á króknum og livort tveggja dregið upp úr hákarlinum. Þetta gekk ágætlega. Nú þá gat vaðamaðurinn farið að beita sinn krók en hinir tóku hákarlinn og sneru honum enn við svo kviður- inn sneri að bátnum. Þá var tekið verkfæri sem hét gómbítur. Til hvers var hann notaður ? Þetta var skeifa með endana beygða út í odda, beitta odda, og tréskaft. Þessu var stungið upp í hákarlinn og efri skolturinn gekk niður á oddana, en skaftið stóð inn af borðstokknum og þetta var gott vogarafl og trjónan upp fyrir borðstokk. Þá var tekin skálmin, biturlegt verkfæri um 75 sentimetra langt blað og ekki nema tveggja sentimetra breitt, mjög beitt og haft í skeiðum eða slíðrum til þess að það skaðaði engan og var mjög vel litið eftir því að það væri aldrei svo lögð frá sér skálm að henni væri ekki stungið í skeiðar. Með skálminni var stungið í gegnum trjónuna á hákarlin- um og skorið kringlótt gat eins og fimmtán sentimetra langt. Þegar það var búið var farið með hendina inn í þetta gat, tekið í mænuna og hún dregin úr hákarlinum. Það er svo undarlegt . . .mænan er svo seig að það kom varla fyrir að hún slitnaði. Hver var tilgangurinn með því að taka mænuna úr hákarlinum? Það var gert til þess að hann yrði alveg máttlaus, gæti ekki hreyft sig. Ef hákarl var með hluta af mænu í sporðinum og þegar átti að róa fyrir þessu þá var hann alltaf á hreyfingu með sporðinn og dró úr ferð og gerði erfiðari róðurinn. Þií átt við að aflinn hafi verið dreginn við hliðina á bátnum . . . Já, meirihluti aflans var seilaður utan við bátinn. Og nú kom að því að koma seilabandinu í hann en því var alltaf fest í „gömlu seil“ sem kölluð var. Það var kjaftvikið á hákarlinum og eini staðurinn á hausnum sem er nógu seigt í til að ekki slitni út úr á róðri. Seilabönd voru sérstaklega tilbúin. Það var kaðall með lykkju á enda. Dregið var í gegnum „gömlu seil“ og gegnum lykkjuna á kaðlinum og hert að. Því næst var bandið dregið kviðmegin frá upp í gegnum gatið, sem kallað var trumbugat. En þegar sá sem trumbaði átti að trumba hákarl þá varð hann að ákveða á hvort borðið átti að seila bákarlinn. Afhverju var það ekki sama? 60
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.