Strandapósturinn - 01.06.1992, Síða 70
inn, og ef fólk borðar mikið af skyrhákarli t.d. þá getur það áttvon
áþvíað fá slæmar blóðnasir. Það virðisteins og hann . . .ja, égveit
ekki. . . þynni blóðið, en kallað var að hann væri svo leysandi. En
hann hefur vissan lækningamátt, hákarlinn. hann er afbragðs
magameðal og ég veit ekki hvort það á við hér að segja frá því að í
fyrravetur þá hringir til mín maður utan af landi og segir: „Þakka
þér fyrir „Strandapóstinn". „Eg var ekkert óvanur við að fá svona
hringingu. Og þá segir hann: „Það er nú ekkert annað en það að
grein sem þú skrifaðir í Strandapóstinn læknaði mig svo nú er ég
alheilbrigður.“
Þú skrifaðir grein um hákarl. í Strandapóstinn . . .
Já, ég skrifaði grein um hákarl í Strandapóstinn. Nú, og ég
spurði hann hvernig á því stæði. Hann sagðist hafa árum saman
þjáðst mikið í maga, af magakvilla. Hann væri búinn að leita til
margra lækna og þeir hefðu engir getað hjálpað sér. Þá sagðist
hann hafa rekist á þetta í grein sem ég hefði skrifað að hákarl væri
ákaflega góður við magakvillum. Hann sagðist hafa náð sér í
skyrhákarl og borðað hann daglega, í hófi þó, í þrjár vikur. Það
var ekkert með það sagði hann, honum var albatnað og sagðist
ekkihafafundið til ímagasíðan. Þetta kannski á nú ekki við en. . .
. . . þarna er komið liúsráð fyrir menn að íhuga.
Já, en svo er fleira líka í sambandi við þetta . . . t.d. ef fólk fékk
graftarígerð. Þá var bara að taka þunna sneið af hákarli, skyrhá-
karli, og leggja á ígerðina. Það tók ekki langan tíma því venjulega
eftir svona tvo, þrjá tíma þá var gröfturinn kominn út og hægt að
hreinsa sárið og allt í besta lagi og greri vel. Enn eitt sem var notað
mikið ef fólk fékk ákaflega slæmt kvef og það festist í lungum, þá
virtist það öruggt ráð að taka eina matskeið á dag í hálfan rnánuð
af sjálfrunnu hákarlslýsi, og þá var manninum batnað og allt í lagi.
En segðu mér að lokum, hefur hákarlinn aldrei orðið mönnum yrkis-
efni?
Yrkisefni. . . Það var nú ekki mikið um það en þó . . . ég man
eftir að gamlir menn settust oft við færið sitt þegar þeir voru að
bíða eftir honurn, því hann lét oft bíða eftir sér tvö, þrjú sjávarföll,
og þá fóru þeir alltaf með sömu vísuna, að vísu á mismunandi veg,
og hún var svona:
68