Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1992, Síða 78

Strandapósturinn - 01.06.1992, Síða 78
sleðanum eftir bestu föngum og ferð hafin. Var sleðafæri sæmi- legt og sumstaðar harðfenni, snjór víðast hvar á vegi en auðir blettir á milli, sérstaklega þegar kom út fyrir Reykjanes og hálsana upp af Gjögri, þar sem skafið hafði af. Man ég hvað ískrið í sleðameiðunum fór í taugarnar á mér þegar sleðinn var að skrönglast eftir malbornum veginum, og mér var hugsað til þess hvað þetta væri ónotalegt fyrir sjúklinginn, en ekki kvartaði hún. Hefur kannski verið það deyfð af veikinni og fundið minna fyrir hnjaskinu af þeirn sökurn. Að öðru leyti gekk ferðin áfallalaust. Þennan morgun var veðri svo háttað að á var norðaustanátt, strekkings vindur (trúlega 6—7 vindstig) og frost líklega 6—8°. Eljagangur var á sem ágerðist þegar leið á morguninn og um það bil sem við komum á leiðarenda gekk dimmt él yfir svo okkur fannst tvísýnt að flugvélin gæti lent. Var sú hugsun kvíðvænleg að þurfa kannski að snúa til sama lands ef sú yrði raunin á. Þeim kvíða var þó brátt eytt, því eftir næsta él birtist flugvélin og lenti heilu og höldnu á vellinum. Hafði Björn flogið út á flóann og fylgt éljaskilunum eftir. Greiðlega gekk að koma sjúklingnum fyrir í sjúkrarúmi í flugvélinni og hóf hún sig á loft móti vindi og klifraði upp utan Reykjaneshyrnu. Vorum við von bráðar baðaðir sól ofan éljaklakkanna. Var nú flogið áleiðis suður í glampandi sólskini en millilent á Reykhólum og þar tekinn annar sjúklingur sem þurfti að komast til Reykjavíkur. Þegar þangað kom var Petu ekið í sjúkrabíl á Landsspítalann og framkvæmdur botnlangaupp- skurður síðar um daginn. Reyndist botnlanginn sprunginn og má því segja að Björn Pálsson hafi þarna bætt við á afrekalista sinn björgun á einu mannslífi til viðbótar á sínum sérlega velheppnaða ferli sem björgunarflugmaður, því veður fór versnandi þegar eftir burtför okkar frá Gjögri og hélst þannig næstu daga að tæpast hefði verið hægt að lenda þar. Þessari frásögn er í raun lokið. En framhaldið var á þann veg að uppskuðurinn gekk að óskum, en þar sem skurðurinn gréri seint vegna ígerða varð Peta að liggja á sjúkrahúsinu í hálfan mánuð og dveljast nokkuð lengur þar syðra undir umsjón lækna. Sjálfur beið ég í Reykjavík þangað til hún kom af sjúkrahúsinu og fékk vinnu í nokkra daga í fiski hjá Isbirninum hf. Ulfar og konan sáu 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.