Strandapósturinn - 01.06.1992, Qupperneq 84
eftir því sem þá gerðist hér á landi. Þar var rekið allstórt sauðfjár-
bú, en kýr og hestar voru eftir því sem þörf heimilisins krafði. Þá
voru sjávarhlunnindin, sem áður eru nefnd. Var æðimikið verk að
sinna þeim, en þau jukust mjög vegna góðrar umhirðu, eftir að
Guðmundur tók þar við. I virðingargerð frá 1902 er talið, að þar
fáist árlega 150 pund af hreinsuðum æðardún (mun þó hafa
kornist upp í 180 pund, er rnest var) og selveiðin var það ár
rúmlega 300 kópar og fullorðnir selir. Enn er að geta starfs við
húsa- og jarðabætur, en um þær framkvæmdir var Guðmundur
meðal fremstu bænda í héraði. Loks er svo sjósóknin en hún er sú
búskaparframkvæmd Guðmundar er einna lengst mun halda
nafni hans á lofti. Meðan hákarl gekk á mið, stýrði hann „Ófeigi“
árlega í útilegum og flutti mikla björg og mikinn arð á land.
Kaldsöm var vistin á opnum bát á vetrarvertíðinni. Varð þó líðan
skipverja á Ófeigi bærilegri en tíðkast hafði við þau störf, því að
Guðmundur tók upp þann sið, fyrstur manna þar nyrðra, að hafa
eldstæði í bát sínum. „Hlóðin“ voru stór pottur með götum á botni
fyrir loftrás, en undir botninn voru lagðar járnkeðjur til að varna
því að eldur kæmist í þiljur bátsins. I samanburði við hákarlalegur
voru fiskiróðrar eins og skemmtiferðir, en þeir voru að sjálfsögðu
stundaðir, eftir því sem föng voru á.
Reynslan hefir löngum sýnt, að menn vaxa sjálfir að orku og
áhuga með þeim framkvæmdum, er vel farnast um. Má þá koma í
ljós til hlítar, hvað með manni býr. Störf og forsjá Guðmundar
Péturssonar heima fyrir og á miðum úti myndi reynast flestum
ærin þrekraun, enda vera talið stórmannlegt afrek, þótt eigi væri
sinnt neinum viðfangsefnum utan þess verkahrings. En eigi væri
nema hálfsögð sagan um ævistarf Guðmundar í Ófeigsfirði, ef
aðeins væri getið búskaparframkvæmda hans og sjósóknar. Þó að
hann væri fæddur og uppalinn í afskekktri sveit á harðindaárum
og fengi að reyna búsiþ'ar erfiðs árferðis snemma á búskaparárum
sínum, þá varð sjóndeildarhringur hans víður, líkast því sem
vænta má um efnismenn á uppgangstímum. Það er sem hin harða
sókn bestu manna þjóðar vorrar á seinni hluta 19. aldar um að efla
samtök til bættrar velmegunar hafi farið eldi um huga hans. Hann
gerðist forvígismaður sveitunga sinna í þeim málum, og voru það
82