Strandapósturinn - 01.06.1992, Síða 90
Svans, fyrsta hjónaband hennar og Þjóstólf fóstra Hallgerðar.
Skal nú vikið að þeim þætti.
Hallgerður Höskuldsdóttir er sögð hafa verið kvenna fríðust
sýnum. Hennar bað maður að nafni Þorvaldur Ósvífursson frá
Staðarfelli, en hans getur ekki í öðrum fornritum en Njáls sögu.
Höskuldur fastnaði Hallgerði Þorvaldi í hennar óþökk, en þrátt
fyrir það var hjónaband þeirra ákveðið og tekið að bjóða til
brúðkaups. Hallgerður sendi þá Þjóstólf til að bjóða Svani, móð-
urbróður sínum, til brúðkaupsins, en vinátta var nreð þeim Þjó-
stólfi og Svani. Tekið er frarn á þessunr stað, að Svanur hafi verið
„fjölkunnugur nrjög“ og illur viðureignar. Svanur þá boðið og
kom til veislunnar, senr er lýst svo í sögunni.
„Nú koma menn til veislunnar, og sat Hallgerður á palli, og var
brúðurin allkát, og gekk Þjóstólfur jafnan til tals við hana, en
stundum talar hann við Svan, og fannst mönnunr nrikið unr tal
þeirra. Veizlan fór vel fram“ (ísl. fornr. XII. bls. 32—33).
Sagan gefur hér augljóslega í skyn, að makk nokkurt lrafi átt sér
stað nrilli Svans og Þjóstólfs í veislunni og Hallgerður hafi átt hlut
að því að öllu leyti eða hluta. Galdrar virðast hafa tengst þessu
makki, enda hefði ella verið óþarfi að leggja áherslu á kunnáttu
Svans í galdrakonst. Orsökin kann þó að birtast nokkru síðar í
ritinu.
Hjónabandssaga þeirra Hallgerðar og Þorvalds var sorgarsaga.
Hallgerður var rausnarleg, en ekki jafnráðdeildarsöm að því er
virðist. Vistir í búi þeirra Þorvalds voru uppurnar næsta vor.
Hallgerður vakti rnáls á þessu við bónda sinn, sem tók málaleitan-
inni illa, laust konu sína svo blæddi og kvaðst hafa lagtjafnmikið til
bús síðastliðið haust og undanfarandi haust, hratt síðan fram skipi
og réri til Bjarneyja við áttunda mann. Þjóstólfur kom að Hall-
gerði særðri í andliti, hratt frarn sexæringi og réri eftir Þorvaldi til
Bjarneyja og vó hann þar.
Ymsum hefur þótt með ólíkindum, að Þjóstólfur hafi róið einn
á sexæringi til Bjarneyja frá Staðarfelli, enda hefur verið unr
langan veg að fara. Tilgátur hafa verið settar fram um, að höfund-
ur Njálu ruglist hér á eyjum, svonefnd Lambey í Staðarfellslönd-
88