Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1992, Page 93

Strandapósturinn - 01.06.1992, Page 93
sögnin af fyrstu brúðkaupsveislu Hallgerðar sýnir, að Svanur og Þjóstólfur áttu þá í makki talsverðu og sögðu Hallgerði af því, meira eða minna, en Þjóstólfur hafði augljóslega meiri áhuga og annars konar á Hallgerði en umhyggjuna eina á velferð fóstru sinnar. Þjóstólfur hefur engum karlmanni unnt Hallgerðar. Lof- aði Svanur Þjóstólfi í veislunni að veita honum viðtöku og verja hann, ef á þyrfti að halda? Slíkt hefði fráleitt útheimt mikið makk. Til álita kemur einnig, að þarna hafi verið lögð á ráðin um þá atburðarás, sem leiddi til vígs Þorvalds. Svanur kann að hafa verið mannþekkjari og því séð fyrir hvernig Þorvaldur myndi bregðast við eyðslusemi Hallgerðar. Galdrakunnátta hefði engu máli skipt um þetta, en lögð er áhersla á hana í sögunni. Höfundur þessarar greinar telur því líklegast, að Svanur eigi að hafa seitt að Hall- gerði, að eiginmaður hennar berði hana og gæfi Þjóstólfi þannig tilefni til hefnda. Seiðurinn hefur síðan bitnað á Hallgerði og síðari eiginmönnum hennar og kunna það að hafa verið undirmál þeirra Svans og Þjóstólfs. Viðbrögð Hallgerðar við vígi Glúms gæfu þá til kynna, að hún hafi þá uppgötvað hvernig allt var í pottinn búið, enda brást hún við með því að senda Þjóstólf út í opinn dauðann. Saga Hallgerðar ætti sér þá vissa hliðstæðu við sögu þeirra Unnar Marðardóttur og Hrúts fyrr í Njálu. Þar er greint frá því, að Gunnhildur kongamóðir hafi lagt á Hrút, að hann gæti ekki átt hjúskaparfar við heitkonu sína á fslandi, en öðru máli gegndi um aðrar konur. Gunnhildur kongamóðir var rammgöldrótt að sögn fornrita og hefur því átt auðvelt með að seiða þessu að Hrúti, enda gekk það eftir. Eitt atriði úr Njáls sögu skal enn nefnt og snertir það ekki sögu Svans á Svanshóli. I 125 kafla sögunnar er frá því greint, að Hildiglúmur á Reykjum á Skeiðum gekk út að næturlagi skömmu fyrir Njálsbrennu og sá gandreið koma úr vesturátt. Maður sat á gandinum. Sá hélt á eldibrandi í hendi og skaut honum austur til fjallanna, en maðurinn á gandinum hleypti í austurátt og hvarf. Þetta var talinn vera fyrirboði brennunnar. Nú er það svo, að í íslenskum ritum allt frá Eyrbyggju (Geirríður Þórólfsdóttir, Isl. fornr. IV., bls. 28-29) til galdrasagna síðari alda, að lifandi menn sátu gandinn, en gandurinn sjálfur var af ýmsu tagi. Því vaknar st' 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.