Strandapósturinn - 01.06.1992, Page 101
þessar sýnir nokkuð annað en hugarórar eldri kynslóðarinnar?
Og þó. Hvað vissi maður svo sem um líf og dauða? Hvað var
eiginlega á bak við þetta allt? Til hvers var þetta allt? Af hverju
þurfti ég endilega að veikjast svona á þessurn stað, þar sem engrar
hjálpar var að vænta og hending ein réði hvort menn áttu þarna
leið um oftar en kannski einu sinni í mánuði? Ekki var það mér að
kenna að þessir blessaðir menn fórust þarna forðum, eða hvað?
Æ, það var vonlaust fyrir mig að brjóta heilann um þetta óræða
hugarfóstur, sem surnir kalla allíf og virðist eiga að vera einhvers-
konar samnefnari fyrir hvortveggja, líf og dauða. Sálfræðingar og
heimspekingar voru víst þeir einu sem höfðu menntun til að
útskýra svo flókin fyrirbæri, þó að útkoman verði nú ekki alltaf
samferða tilburðunum hjá þeim fremur en hjá okkur skussunum.
Það hefur enginn fengið óyggjandi svar við spurningunni miklu
um líf að loknu þessu. En hvað um það, ástæðulaust að hafa horn í
síðu þeirra sem telja sig hafa höndlað hnossið.
Og áfram hélt ég þó hægt færi. Þetta mjakaðist smátt og smátt
yfir hálsinn og niður í Smiðjuvíkina. En hún var einnig í eyði, svo
að það virtust allar bjargir bannaðar. Það var mun erfiðara að
staulast undan brekkunni en á móti, og ef maður sté ekki alveg
rétt niður ætlaði verkurinn að gera út af við mann. Þó var eins og
kvalirnar minnkuðu eitthvað eftir því sem á daginn leið og mér
hitnaði af hreyfingunni. Ég hvíldi mig því urn stund þarna við
bæjarvegginn sem enn stóð uppi að nokkru, en við þar versnaði
verkurinn. Það var eins og ég stirnaði allur upp ef ég nam staðar.
Ég varð því að halda áfram þessari stórskrýtnu göngu minni út
yfir Smiðjuvíkurbjarg, Drífandisdal og Hólkabætur, með alla sína
draugalegu bása og skuggalegu skúta niður við sjóinn, þar sem
brimið lamdi bergið miskunnarlaust árið út og inn, bar að eyrum
ntanns hin furðulegustu óhljóð úr rámu djúpi úthafsins, gerði
ntann óttasleginn og neyddi mig til þess að fara að hugsa um
ófreskjur og afturgöngur, sem fyrri tíðar rnenn glímdu jafnvel við
daglega á þessu slóðum. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að koma
nálægt bæjarrústunum á Bjarnanesi af ótta við fjörulalla eða ein-
hverja álíka ókind og lagði því leið mína eins langt frá staðnum og
unnt var. Þegar ég kom loks í Hrolleifsvík var farið að dimma
99