Strandapósturinn - 01.06.1992, Side 110
4. Fiskar, fjögra manna far, formaður Ingibergur Jónsson, eig-
andi Jón Júlíus Jónatansson.
5. Sæbjörg, tveggja manna far, eigandi og formaður Jón Júlíus
Jónatansson.
Ur vörinni undir Hamrinum voru þessir bátar:
6. Svanurinn, þögra manna far, eigandi og formaður Sófus
Magnússon.
7. Sæljón, fjögra manna far, formaður Andrés Konráðsson, út-
gerðarmaður Ari Magnússon, Drangsnesi.
8. Svili, fimm manna far, formaður Einar Sigvaldason, útgerðar-
menn Sigvaldi Guðmundsson Sandnesi og Bjarni Jónsson Skarði.
9. Páll, þriggja manna far, formaður Elías Jónsson Kollafjarðar-
nesi, útgerðarmaður Elías Bjarnason Mýrum.
Ur Drangsnesvör réru þessir bátar:
10. Breiður, fjögra manna far, formaður og útgerðarmaður Jón
P. Jónsson.
11. Víkingur, fimm manna far, formaður Gunnar Guðmunds-
son, eigandi Guðmundur Guðmundsson Bæ.
Árið eftir voru flestir þessir bátar komnir með vélar, og þá
borðhækkaðir og sett sterkara afturstefni.
Haustið 1927 réri ég með Sófusi frænda mínum á Svaninum og
vorum við fjórir á bátnum. Þeir voru auk hans, Bergsveinn Berg-
sveinsson, Ellert úr Árneshrepp og ég sem þetta skrifa.
Höskuldur Bjarnason Drangsnesi.
108