Strandapósturinn - 01.06.1992, Page 143
hann sjóarhúsið með hjálp konu sinnar, Guðrúnar Bjarnadóttur,
og dóttur og Jens á Víganesi hjálpaði þeim.
Níels setti síld í pönnur, 30—35 sfldar í pönnu. Rúmlega 200
síldar fóru á sjö pönnur 3. júlí 1912. Síðan frysti hann þær pönnur
í kassa í sjóarhúsinu.
Þeir íshúseigendur hafa haft gát á því að menn legðu húsinu til
jafnmikla síld, snjó eða ís, því að 5. apríl 1913 segir Níels að Gísli
eigi að gera við þakið þar sem vörur hafi vantað frá honum.
Þrem dögum síðar tók Níels allt út úr sjóarhúsinu og fékk hjálp
við að fylla það af ís. Guðmundur Sveinsson hafi unnið verkið
fyrir frystingu síldar frá sumrinu áður. Það sama hafi átt við um
Jóa, sem kannski er Jóhann Hjálmarsson, verk hans hafi verið
fyrir skæði. Jón Magnússon hafí fengið mör hjá Níels nokkrum
dögum áður og hafi borgað fyrir með vinnu við sjóarhúsið.
3. maí 1915 fyllti Níels og fimm sveitungar hans með honum
sjóarhúsið með ís jafnhátt gaflglugganum í risinu. Síðan setti
hann heyrudda ofan á til einangrunar.
Að jafnaði var ís látinn í sjóarhúsið en snjór í íshúsið sem þeir
sjómenn áttu saman. Ekki verður séð hvernig á þessum mun stóð.
21. júlí 1915 segist Níels hafa fengið 800 síldar en aðrir hafi
fengið lítið eða ekkert. Hann setti þá síld í fimm pönnur og einnig
í snjó. Níels smágaf af henni sjómönnum báðum megin Reykjar-
fjarðar.
Smokkur var líka frystur í íshúsum á Gjögri. 12. nóvember 1919
segir Níels að þeir hafi beitt sjö lóðir með frystismokki.
15. mars 1919 segir hann að þeir, og á þá eflaust við eigendurna,
hafi sett vel af fönn í gamla íshúsið. Sjálfur kom hann góðum ís í
sitt íshús, en leigði Þorleifi sinn þriðjung í gamla íshúsinu fyrir 15
kr.
Fiski var líka komið fyrir í íshúsi. 19. nóvember 1920 segir Níels
að þeir hafi saltað fiskinn sem hafi verið í kössunum og færi hann
upp í íshúsið.
Klefi í íshúsi Níelsar var reykhús. 26. nóvember 1920 segist
hann hafa lagt í frystikassann og reykklefann eins og venjulega.
Þá hefur Níels fryst í reykklefanum.
Sjaldan getur Níels urn viðgerðir eða lagfæringar á íshúsum
141