Strandapósturinn - 01.06.1992, Page 144
sínum og verkfærum. 27. febrúar 1921 segist hann hafa sett eikar-
skaft á íshöggið og spengt skófluskaft. 1. júlí þetta ár löguðu svo
eigendurnir dyrnar, eða nákvæmar dyrnar og dyrakampinn.
26. janúar 1925 segir Níels að þeir hafi sett nýja karma í íshúsið,
borið út óhreinan, gamlan snjó og sett nýja fönn inn í staðinn.
Einnig þrifu þeir út með bleytu það sem hafði verið látið á ísinn til
einangrunar.
30. ágúst 1926 segir hann að gamla íshúsið hafi verið farið að
síga, innri endinn. Stoðir undir suðurhliðarsyllunum hafi svikið.
Þeir settu því stoðir undir sylluna og fram með þilbitanum. Síðan
löguðu þeir frystikassann og Níels lagði í hann. Þá segir hann að
vesturkampurinn hafi hrunið um morguninn og Sigurlaugur
hlaðið hann upp.
27. september segir Níels að þeir hafi lagað og rétt „íshúsið
okkar innra“ og á þá fremur við gamla íshúsið en sjóarhúsið.
Viðgerðir héldu áfram næstu daga. 1. október risti Níels streng
og tróð síðan í íshúsdyragættina. Fjórum dögum síðar skar hann
tvær rúður í íshúsdyragluggann. 11. október mokaði hann mold
og moði úr „íshúsinu okkar“, einnig næsta dag. Þann 19. var hann
enn að moka og aka mold og bleytu úr íshúsinu. Síðan var hann
fram á kvöld við að korna snjó í það. 10. nóvember segir hann að
þeir hafi mokað í íshúsið mjallhvítum krapsnjó, tvo þriðju upp í
veggi nema fremst þar sem frystikassinn var. Sigurlaugur vann
með honum af og til.
í mars 1928 fylltu þeir sjóarhúsið. Hann segist sjálfur hafa
mokað frá því, dregið að stórar hellur og lagt yfir steinræsi í
gólfinu. Sigurlaugur hafi síðan fengið Ólaf Magnússon og þeir
hafi verið búnir að fylla íshúsið rétt eftir kl. 8.
Af dagbókinni sjáum við að Níels átti tvo frystikassa. 26. október
1921 segir hann: „Síldina úr útikassanum færðum við inn í hinn og
í 3 pönnur og frystum inni.“
Margar hendur vinna létt verk
Hér skal ekki rætt hvenær nýjum íshúsum var komið upp í
Reykjarfirði og næstu fjörðum, enda hefur það verið gert í grein-
142