Strandapósturinn - 01.06.1992, Page 147
gaddsnjó inn í íshúsið við erfiði því að allt var að fyllast af snjó.
Síðan lagði hann í frystikassann.
Oft unnu menn sarnan við að koma snjó og ís inn í íshúsin. 14.
apríl 1932 settu þeir Jakob og Valdimar Thorarensen ásamt Jafet
snjó inn í þriðjung þess íshúss sem þessir menn áttu saman. Jafet
var Jónsson frá Reykjanesi. Þrem dögurn síðar hélt Axel Thorar-
ensen áfram að draga snjó á sleða inn í íshúsið og með honum
fjórir eða fimm menn. Daginn eftir fylltu menn þetta íshús og
voru þá sex að verki. Þann sama dag mokaði Níels ágætum krap-
snjó í sitt íshús og vann Sólmundur með honum smátíma. Sól-
mundur var sonur Jóhanns Andréssonar á Gíslabala.
Menn borguðu hluti með snjóvinnu. 26. apríl 1933 fylltu þeir
Jóhann og Magnús Andréssynir, Andrés faðir þeirra, Eiríkur á
Víganesi og um tíma Asparvíkurbræður, sem líklega hafa verið
Guðmundur, Jóhannes og Bjarni Jónssynir, íshús þeirra Níelsar
og Sigurlaugs af ágæturn snjó. Með því verki voru þeir að borga
fyrir spilbolta sem þeir höfðu fengið og metinn var á fimm kr.
A árinu 1932 virðist sjóarhús Níelsar vera orðið lélegt. 15. októ-
ber þetta haust segist hann hafa skrubbað og heflað syllur í tilvon-
andi sjóarhús.
Níels vann síðan við sjóarhús sitt síðustu daga í september og
seint í október var það komið undir þak.
En í janúar á næsta ári setti hann smáskífur í efri endann á
sjóarhúsinu.
Nokkrum dögurn síðar lagði hann í frystikassann og setti bind-
ingu í sjóarhúsgrindina. Þetta hús hafi svo verið reist 20. janúar.
Þetta hefur því verið nýtt sjóarhús og komið í stað þess gamla.
Gamla íshúsið hefur verið orðið lélegt. 11. desember 1932 segir
hann að syðri íshúsveggurinn sé að hrynja á íshúsið og þakið sé að
rifna. Þetta sígi allt, sé samgróið niður.
Hann minnist síðan ekki á vinnu við garnla íshúsið fyrr en 5.
desember 1933. Þá segir hann aðJóhann ogSólmundur, sem áður
hefur verið getið, hafi hjálpað sér að hlaða neðri íshúskofavegg-
inn. 9. des. hafi Jóhann rist torf úti í mýrinni og sem eigi að fara í
íshúskofann. Níels flutti þetta torf að húsinu. Þetta hlýtur að vera
íshúsið sem suðurveggurinn hrundi úr og Níels haíði minnst á
145