Strandapósturinn - 01.06.1992, Page 149
beitukaupa inn á kauptún við Húnaflóa og sjómenn kornu þaðan
til að selja Gjögrurum beitu. Einnig fengu þeir síld lengra að, eins
og frá Siglufirði og ísafirði. I nokkur skipti fékk Níels beitusíld úr
íshúsinu „Jökli“ á Isafirði.
í íshúsum Níelsar fengu menn að geyma síld, stundum skutu
þeir síld í pönnum inn í íshúsin. Einnig frysti Níels síld fyrir menn.
Þá er athyglisvert hve íssalan var mikil. Voru það einkum að-
komubátar, kútterar, gufuskip, vélbátar og togarar sem keyptu ís.
Líka reyndu sjómenn þessara skipa að sækja sér sjálfir snjó í hlíðar
fjalla. Sjómenn á þessum skipum geyrndu sína beitu í kössum um
borð, með ís og snjó og kannski einhverju salti.
Tengsl við verslanir voru talsverð. Níels lagði fisk inn hjá Carli
Jensen, Jóni Sveinssyni kaupmönnum og til söludeildar Verslun-
arfélags Norðurfjarðar. Hjá þessum verslunum keypti hann
gjarnan úrsalt til að blanda í ísinn. Einstaka sinnurn fékk hann
beitusíld hjá kaupmönnum. Ætla verður að nálægð þessara versl-
ana hafi mjög styrkt stöðu íshúsanna og allrar sjósóknar á þessum
slóðum.
Varla fer milli mála að þessi íshús Níelsar höfðu talsverða þýð-
ingu fyrir hann og nágrannana. Níels varð öðrum fyrirmynd.
Hann auðgaðist ekki á íshúsunum. En húsin voru gagnleg og
rnargir sjávarbændur og sjómenn á Gjögri og í næsta nágrenni
reistu íshús, svo að varla hafa fundist jafnmörg íshús sjávarbænda
á jafnlitlu svæði nema ef vera skyldi á Langanesi. Hlýtur þar að
gæta einhverra áhrifa frá Níelsi. Gagnið af þessurn húsum sjáurn
við kannski skýrast þegar sjómenn gátu ekki róið af því þá vantaði
frysta síldarbeitn.
Tryggvi Sigurlaugsson, dóttursonur Níelsar á Grænhól, segir
að þessi íshús Níelsar hafi ekki verið rekin eftir að afi hans féll frá.
Sigurlaugur dó árið áður svo að þarna var kannski enginn til að
taka við.
Vera má að ýmsum fmnist að hér hafi mörgu smálegu og
þýðingarlitlu verið haldið til haga. En þessi frásögn sýnir fyrir-
hyggju og dugnað manna sem þurftu dag hvern að berjast fyrir
lífinu. En það sem er smátt verður stórt þegar við hugsum það sem
hluta af stærri heild. An efa hafa íshús sjávarbænda víða um land
147