Saga - 2014, Blaðsíða 18
að upphefja þá sem brautryðjendur og hetjur, þ.e.a.s. sagnaritun
sem Guðmundur Hálfdanarson líkti við gömlu biskupa söguhefð -
ina.20 Að sama skapi hefur meginþráðurinn í umfjöllun um stjórn-
málin í stórum dráttum haldist óbreyttur, hverfst um þróunina Frá
einveldi til lýðveldis21 og svo stöðu íslenska lýðveldisins gagnvart
öðrum þjóðum eftir seinni heimsstyrjöld.22 Saga stjórnmálahug-
mynda og nýlegri alþjóðlegir straumar, sem meðal annars skoða
stjórnmálin sem menningarlega mótað fyrirbæri, hafa hins vegar
haft lítil áhrif.23
Sé nánar rýnt í viðfangsefni rannsókna um íslensk nútímastjórn-
mál má með nokkurri einföldun segja að fræðileg umræða hafi að
miklu leyti snúist um spurningar sem fyrst hafa komið upp í póli-
tískri umræðu hverju sinni. Fræðimenn hafa haft tilhneigingu til að
fást við spurningar sem upphaflega urðu til á vettvangi stjórnmál-
anna. kalda stríðið mótaði viðfangsefni stjórnmálasögunnar á sínum
tíma og hún virðist býsna föst í því fari. Fórnuðu Alþýðuflokks menn
hagsmunum þjóðarinnar fyrir gull frá skandinavískum krötum?24
ragnheiður kristjánsdóttir16
Ólafur Teitur Guðnason (Akureyri: Hólar 2004); Guðjón Friðriksson, Saga af for-
seta. Forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Útrás, athafnir, átök og einkamál
(Reykjavík: Mál og menning 2008); Guðni Th. Jóhannesson, Gunnar Thoroddsen.
Ævisaga (Reykjavík: JPv 2010). Þá er rétt að halda því til haga að á sama
tímabili kom út ævisaga fyrsta kvenforseta Íslands: Páll valsson, Vigdís
Finnbogadóttir. Kona verður forseti (Reykjavík: JPv 2009).
20 Guðmundur Hálfdanarson, „Biskupasögur hinar nýju. Um ævisögur fjögurra
stjórnmálamanna“, Saga XXXI (1993), bls. 169–190.
21 Sbr. kennslubókin sem margir framhaldsskólanemar hafa lesið á undanförnum
áratugum: Heimir Þorleifssonar, Frá einveldi til lýðveldis. Íslandssaga eftir 1830
(Reykjavík: Bókaverzlun Sigfúsar 1973 og síðari útgáfur). Þetta er líka annar
meginþráðurinn í námskeiðinu Íslandssaga eftir 1815 við Háskóla Íslands
(hinn er atvinnu- og hagþróun) þótt á undanförnum árum hafi fléttast inn
meiri kvenna- og kynjasaga sem og almenn menningarsaga.
22 Um sagnaritun um utanríkisstjórnmál kalda stríðsins (til ársins 2000) sjá: valur
Ingimundarson, „Saga utanríkismála á 20. öld“, Saga XXXvIII (2000), bls. 207–227.
23 Frá þessu eru undantekingar. Bók mín, Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðs-
stjórnmál 1901–1944 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2008), miðar að því að skoða
hvernig sjálfsmyndir og orðræða mótuðu íslensk vinstri stjórnmál á fyrri hluta
tuttugustu aldar. Sjá einnig bók Páls Björnssonar, Jón forseti allur? Tákn myndir
þjóðhetju frá andláti til samtíðar (Reykjavík: Sögufélag 2011) þar sem meðal ann-
ars er fjallað um notkun stjórnmálaflokkanna á arfleifð Jóns.
24 Sjá Ólafur R. einarsson, „Sendiförin og viðræðurnar 1918. Sendiför Ólafs
Friðrikssonar til kaupmannahafnar og þáttur jafnaðarmanna í fullveldis -
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 16