Saga - 2014, Blaðsíða 102
Inga Huld lauk BA-prófi í sagnfræði árið 1969 en áhugi hennar
á þjóðlegum fróðleik var þó ekki síst nærður af návistum við vin
hennar Sverri kristjánsson sagnfræðing. Í námi sínu í kaupmanna -
höfn, þar sem hún hugðist skrifa meistaraprófsritgerð um Stóra -
dóm, gekk Inga Huld hins vegar inn í umhverfi þar sem hefð fyrir
rannsóknum á sögu kvenna var í mótun og konur gegndu kenn-
arastöðum. Þar á meðal voru Tinne vammen og Nanna Damsholt,
sem eru meðal þekktustu kvennasögufræðinga Danmerkur og raun-
ar á Norðurlöndum.2 Báðar eru þær frumkvöðlar á þessu sviði og
höfðu mikil áhrif á Ingu Huld. Þá var þess langt að bíða að viðfangs-
efnið næði fótfestu í íslensku fræðasamfélagi, hvað þá að sagnfræði -
deild hefði á að skipa fræðimönnum af kvenkyni.
Árið 1977 gerði Inga Huld hlé á námi sínu í kjölfar skilnaðar og
fluttist heim til Íslands. Þar sneri hún aftur í blaðamennsku en skipbrot
í einkalífi hennar ýtti þó enn undir áhuga hennar á efni ritgerðar
sinnar sem kvennabaráttan hér heima fóstraði að auki. Inga Huld birti
sína fyrstu fræðiritgerð árið 1980, „Að þegja konur í hel“, í ritinu Konur
skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur en greinin fjallar um þá þögn sem
ríkt hafði um sögu kvenna í yfirlitsverkum um sögu Ís lands. Ritgerðin
kann að vera skrifuð undir áhrifum frá A Room of One’s Own eftir
virginiu Woolf, sem sjálf hafði gengið um British Museum og leitaði
að konum í hillum og spjaldskrám, og hún er ein fyrsta gagnrýni
menntaðs sagnfræðings á kynjaskekkju fræðasviðs ins sem birtist á
opinberum vettvangi. Þetta var þó auðvitað ekki í fyrsta sinn sem
íslensk sagnritun var gagnrýnd fyrir að horfa framhjá konum. Slík
gagnrýni hafði heyrst lengi og tvíeflst á áttunda áratugnum með nýju
kvennahreyfingunni og Rauðsokkum, sem sungu „kvenmanns laus í
kulda og trekki kúrir saga vor“ á kvenna frídaginn 1975, og stofnun
kvennasögusafns Önnu Sigurðardóttur þar sem unnið var að því að
safna heimildum um sögu kvenna og hvetja til rannsókna. og innan
bókmennta og fleiri fræðigreina höfðu femínískir fræði menn þegar
hrist upp í stöðnuðum kerfum. en sagnfræðin var enn karlavígi um
1980 þótt konur í hópi stúdenta væru farnar að kalla eftir breytingum
og jafnvel skrifa um kvennasögu á opinberum vettvangi.3 kvennasaga
erla hulda og sigrún100
2 Um feril Damsholt og vammen sjá í Dansk kvindebiografisk Leksikon: Nanna
Damsholt, http://www.kvinfo.dk/side/597/bio/482/origin/170/query/
Nanna%20Damsholt/ Tinne vammen: http://www.kvinfo.dk/side/597/bio/
1371/origin/170/query/Tinne%20vammen/.
3 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, „kvennarannsóknir — kvennasaga“, Stúdentablaðið
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 100