Saga


Saga - 2014, Blaðsíða 131

Saga - 2014, Blaðsíða 131
Levitt, gera minna úr stöðugleika slíkra samskipta, heldur leggja áherslu á að þau geti verið ómarkviss og óreglubundin.2 Fræðileg umræða hefur einnig snúist um muninn milli þverþjóðleika að „ofan“ og „neðan“.3 Í ritgerðinni er áherslan lögð á þverþjóðleika efri laga, enda ekki mikil umfjöllun um Dani í lægri stéttum eins og áður sagði. Þar hefði þó mátt fara nánar út í að skilgreina stöðu danskra innflytjenda út frá fræðilegum vandamálum sem lúta að tengslum við ríkisvaldið: Að hve miklu leyti voru „þverþjóðlegir frumkvöðlar“, eins og kaupmenn, háðir danska móðurríkinu? Gátu þeir sýnt sjálfstæði gagnvart því? Með öðrum orðum má spyrja hvort mörkin milli þess að vera á mála hjá ríkisvaldinu og njóta borgararéttinda á grundvelli ríkjasambandsins hafi verið skýr, þ.e. milli gerenda sem eru háðir ríkinu og þeirra sem eru óháðir því (e. non-state actors). Það leiðir einnig hugann að nútímavæðingu. Í ritgerðinni er mikil áhersla lögð á birtingarmyndir hennar og gengið út frá því að þær hafi verið jákvæðar. en það hefði gjarnan mátt setja efnið bæði í samhengi við fræði - lega umræðu um hugtakið, sem oft og tíðum er gagnrýnin, og við valda- samband Íslendinga og Dana. einnig vaknar sú spurning hvers vegna ekki sé gerð tilraun til að skil- greina þjóðernishugtakið. Ritgerðin fjallar um Dani á Íslandi og samskipti þeirra við Íslendinga — án þess að setja sögu þeirra í samhengi við aðra útlendinga á Íslandi. Því hefði mátt gera hugmyndum um þjóðernisvitund og sjálfsmyndir Dana og Íslendinga ýtarlegri skil. einnig má spyrja hvort hugtakið „dreifþjóð“ (e. Diaspora) hefði átt heima í kenningarlegri útfærslu á viðfangsefninu. Útvíkkun hugtaksins á síðustu áratugum hefur leitt til þess að það hefur fengið sífellt meira vægi í rannsóknum á sviði þver - þjóðleika og blandast þeim. Hér má t.d. nefna umfjöllun Rogers Brubaker4 og Stevens vertovec5 um hugtakið en þeir hafa líka fjallað um þverþjóðleika. Fullyrða má að það hefði verið í samræmi við þá túlkun höfundar að setja samtímakenningar um innflytjendur í sögulegt samhengi að beita hug - takinu. Auk þess má færa rök fyrir því að hollusta danskra innflytjenda við móðurríkið — og sú afstaða að halda einkennum sínum í stað þess að sam- lagast á forsendum Íslendinga — endurspegli samtímahugmyndir um dreif - þjóðir. Það hefði hugsanlega getað gefið umræðunni um menningarsam - þættingu, sem svo mikil áhersla er lögð á í ritgerðinni, nýja vídd. andmæli 129 2 Peggy Levitt, „Transnational Migration: Taking Stock and Future Directions“, Global Networks: A Journal of Transnational Affairs 1:3 (2001), bls. 195–216. 3 Roger Waldinger og David Fitzgerald, „Transnationalism in Question“, American Journal of Sociology 109:5 (2004), bls. 1177–1195. 4 Rogers Brubaker, „The ‘diaspora’ diaspora“, Ethnic and Racial Studies, 28:1 (2005), bls. 1–19. 5 Steven vertovec, „Conceiving and Researching Transnationalism,“Ethnic and Racial Studies 22: 2 (1999), bls. 447–462. Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 129
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.