Saga - 2014, Blaðsíða 22
kvennaskóla,31 en á síðasta fjórðungi tuttugustu aldar (og upphaf-
lega fyrir áhrif frá nýju kvennahreyfingunni) fóru fræðimenn í
auknum mæli að huga að stjórnmálaþátttöku kvenna. konur skutu
upp kollinum í skrifum um félagshreyfingar þar sem fólk af báðum
kynjum starfaði saman, t.d. í Suður-Þingeyjarsýslu,32 en auk þess
var farið að skoða sérstaklega baráttuna fyrir kosningarétti og
öðrum kvenréttindum.33 Á níunda áratug tuttugustu aldar birtust
rannsóknir Auðar Styrkársdóttur á kvennaframboðunum fyrri34 og
árið 1993 kom út rit Sigríðar Th. erlendsdóttur Veröld sem ég vil, sem
fjallar um fyrstu 75 árin í sögu kvenréttindafélags Íslands í sam -
hengi við samfélagsþróun tímabilsins. Þar með var komið fyrsta (og
hingað til eina) yfirlitsritið um starf kvenna á opinberum vettvangi
á Íslandi, baráttu þeirra fyrir auknum réttindum og samfélagsbreyt-
ingum.35 Síðar bættust við fleiri rannsóknir á gömlu kvennahreyf-
ingunni þar sem sjónum var beint að Ingibjörgu H. Bjarnason og
félagsmálastarfi kvenna.36 Á tíunda áratugnum birtist rannsókn
ragnheiður kristjánsdóttir20
31 Margrét Guðmundsdóttir, „Landnám kvennasögunnar á Íslandi“, Saga XXXvIII
(2000), bls. 229–247, hér bls. 231–233.
32 Sjá Gunnar karlsson, Frelsisbarátta suður-þingeyinga og Jón á Gautlöndum
(Reykja vík: Hið íslenska bókmenntafélag 1977).
33 Lbs.-Hbs. (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn). vilborg Sigurðardóttir,
Um kvenréttindi á Íslandi til 1915. 3. stigs ritgerð í íslenskum fræðum frá
Háskóla Íslands 1967; Lbs.-Hbs. Björk Ingi mundar dóttir, Um kosningarétt og
kjörgengi íslenskra kvenna. Lokaritgerð til kandídatsprófs frá Háskóla Íslands
1971; Gísli Jónsson, Konur og kosningar. Þættir úr íslenskri kvenréttindabaráttu
(Reykjavík: Menningarsjóður 1977).
34 Auður Styrkársdóttir, Kvennaframboðin 1908–1926 (Reykjavík: Háskóli Íslands,
félagsvísindadeild 1982). Sjá jfr. síðari rit hennar: Barátta um vald. Konur í bæjar -
stjórn Reykjavíkur 1908–1922 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 1994) og From Femin -
ism to Class Politics. The Rise and Decline of Women’s Politics in Reykjavík, 1908–
1922 (Umeå: Umeå University 1999).
35 Þótt ritið fjalli að stofninum til um sögu kvenréttindafélags Íslands á árunum
1907 til 1992 er viðfangsefnið mun víðtækari saga íslenskrar kvenréttindabaráttu.
36 Lbs.-Hbs. kristín Ástgeirsdóttir, Málsvari kvenna eða „besta sverð íhaldsins“.
Ingibjörg H. Bjarnason og íslensk kvennahreyfing 1915–1930. MA-ritgerð í
sagnfræði frá Háskóla Íslands 2002; kristín Ástgeirsdóttir, „kvennaframboð til
Alþingis 1926“, Afmæliskveðja til Háskóla Íslands (Akureyri: Hólar 2003), bls.
329–354; kristín Ástgeirsdóttir „Fyrst kvenna á Alþingi. Gagnrýni á Ingibjörgu
H. Bjarnason“, Fléttur 2 (2004), bls. 171–189; Margrét Guðmundsdóttir, „konur
hefja kjarabaráttu“, Íslenskar kvennarannsóknir 29. ágúst–1. september 1985 (Reykja -
vík: án útg. 1985), bls. 67–74; Margrét Guðmundsdóttir, Aldarspor. Hvítabandið
1895–1995 (Reykjavík: [Hvítabandið] 1995); Margrét Guðmunds dóttir, Saga
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 20