Saga


Saga - 2014, Blaðsíða 138

Saga - 2014, Blaðsíða 138
tektarkaflarnir þjóna takmörkuðum tilgangi. en þetta eru smávægilegir gall- ar. Hér hafa einkum verið gerðar athugasemdir við tvö atriði í röksemda- færslunni: Í fyrsta lagi sé ekki lögð næg áhersla á valdamismuninn í sam- skiptum Dana og Íslendinga. Það kann að veikja niðurstöður höfundar um þverþjóðleika og menningarbræðing. Í öðru lagi vekur sú ákvörðun höfund- ar að forðast þjóðernishugtakið — og styðjast við almenn hugtök eins og útlendinga og innflytjendur — spurningar sem ekki er að fullu svarað. Þetta sjónarhorn leiðir til þess að áherslan er lögð á samlögunarkröfu og þjóðern- ishyggju en litið framhjá öðrum þáttum sem áttu þátt í því að áhrif Dana fóru þverrandi í íslensku samfélagi. Með öðrum orðum hurfu ekki þver - þjóðleg rými eftir að Danir misstu forræðisstöðu sína, heldur tóku þau breytingum. og uppgangur þjóðernishyggju eftir að Ísland varð fullvalda ríki og eftir lýðveldisstofnun tókst ekki að eyða þeim miklu alþjóðlegu áhrif- um sem einkenndu íslenskt samfélag frá síðari heimsstyrjöld. Þrátt fyrir þessar athugasemdir er hér um að ræða brautryðjendaverk um Dani á Íslandi sem varpar skýru ljósi á áhrif þeirra og aðlögun að íslensku samfélagi. Ritgerðin sýnir hvernig þættir eins og pólitísk umskipti í sam- skiptum Íslands og Danmerkur, íslensk þjóðernishyggja og stefna stjórnvalda í innflytjendamálum breyttu ekki aðeins stöðu Dana hér heldur mótuðu og endurmótuðu afstöðu þeirra til íslensks samfélags á löngu tímabili. kristín loftsdóttir Doktorsritgerð Írisar ellenberger fjallar um danska innflytjendur á Íslandi á tímabilinu 1900–1970 og beinir sjónum að stöðu þeirra og hlutverki innan íslensks samfélags. viðfangsefni ritgerðarinnar lýtur þó fyrst og fremst að stöðu þeirra í upphafi 20. aldar en þær niðurstöður eru bornar saman við upp lifun Dana sem hér bjuggu eftir síðari heimsstyrjöld til 1970, en þó einnig vikið í stuttu máli að þróun mála fyrir stríð. Í ritgerðinni er leitast við að draga fram samfélagslegar breytingar á tímabilinu. Staða Dana er skoðuð út frá fræðilegum hugmyndum samtímans um þverþjóðleika, án þess þó að höf- undur missi sjónar á sérstöðu þess tímabils sem um er rætt. Ritgerðin þorir þannig að varpa fram spurningum um hvernig í sagnfræðilegum rann - sóknum megi nota kenningar, sem oftast sjást í tengslum við rann sóknir í félagsfræði og mannfræði, á hreyfanleika og innflytjendur samtímans og reyna um leið á frjóan hátt að takast á við spurningar tengdar íslensku þjóðerni og viðhorfum til innflytjenda. Benda má á að löng hefð er fyrir því í mannfræði að taka hugtök sem eru sprottin úr einu menningarlegu samhengi og nota þau til að varpa nýju ljósi á ákveðin viðfangsefni í öðru menningar - legu eða sögulegu samhengi og skapa þannig rými fyrir nýjar spurningar. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar skoðar höfundur stöðu Dana í íslensku sam- félagi á fyrstu áratugum 20. aldar og spurt er hvort og hvernig Danir andmæli136 Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.