Saga - 2014, Blaðsíða 159
A F A Ð A L F U N D I S Ö G U F É L A G S 2 0 1 4
Aðalfundur Sögufélags árið 2014 var haldinn laugardaginn 8. nóv-
ember í Þjóðskjalasafni Íslands, í sal safnsins á fjórðu hæð sem senn
verður rifinn og endurbyggður. Fundurinn hófst stundvíslega kl.
15:00. Hrefna Róbertsdóttir, sem gegnir rannsóknarstöðu í sagnfræði
á safninu, var fundarstjóri. Fundarritari var kjörin Helga Jóna
eiríksdóttir, skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands. Með þessum
hætti voru undirstrikuð á táknrænan hátt hin löngu og heilladrjúgu
tengsl félagsins og safnsins. eiríkur Guðmundsson þjóðskjalavörður
hefur sýnt Sögufélagi velvild og sama mátti auðvitað segja um for-
vera hans, Ólaf heitinn Ásgeirsson, sem lést í vor eftir erfið veikindi.
Sögufélag minnist hans með hlýhug.
Aðalfundurinn fór fram samkvæmt lögum og venju. Fyrst flutti
ég skýrslu stjórnar félagsins og hóf lesturinn á frásögn af síðasta aðal-
fundi. Á honum var ég kjörinn forseti til tveggja ára. Til stjórnar setu
í eitt ár voru kjörin Bragi Þorgrímur Ólafsson, fagstjóri handritasafns
Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Helga Jóna eiríksdóttir,
Helgi Skúli kjartansson, prófessor á menntavísinda sviði Háskóla
Íslands, og Sverrir Jakobsson, lektor (nú prófessor) í sagnfræði við
Háskóla Íslands. Úr stjórn gengu Illugi Gunnarsson, mennta- og
menningarmálaráðherra, og Súsanna Margrét Gests dóttir, doktors-
nemi í sagnfræði. voru þeim þökkuð fórnfús og far sæl störf í þágu
félagsins. Í varastjórn voru kjörin Gunnar Þór Bjarnason sögukennari
og Íris ellenberger, sjálfstætt starfandi sagn fræð ingur. Tóku þau sæti
Sverris og Helgu Jónu sem tóku sæti í aðalstjórn eins og áður sagði.
Öll náðum við kjöri með lófataki og skiptu aðalstjórnarmenn svo
með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi. Bragi Þorgrímur hélt sínu
gjaldkeraembætti, Helgi Skúli var áfram meðstjórnandi en Helga
Jóna var kjörin ritari í stað Súsönnu Margrétar sem hafði gegnt því
embætti af myndarskap undanfarin ár. Sverrir varð meðstjórnandi.
varamennirnir tveir, Gunnar Þór og Íris, sátu alla stjórnarfundi, jöfn
öðrum að virðingu og réttindum. Á starfsárinu héldum við níu
stjórnarfundi, alla í húsakynnum félagsins í Skeifunni 3b. Fundir
voru haldnir í hádeginu, stuttir og laggóðir. Utan þeirra skiptumst
við oft á skoðunum í tölvupóstum og var allt samstarf stjórnar með
ágætum eins og fyrri daginn.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 157