Saga - 2014, Blaðsíða 25
um í Túnahverfi til að minnast þeirra fjögurra kvenna sem settust í
bæjarstjórn árið 1908.45 Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg svo
staðið fyrir athöfn í Hólavallakirkjugarði þar sem markmiðið virðist
vera að færa Bríeti upp á stall við hliðina á Jóni Sigurðssyni. Löng
hefð er fyrir því að forseti borgarstjórnar leggi blómsveig að leiði
Jóns 17. júní, en frá árinu 2011 hefur forseti borgarstjórnar mætt
aftur í garðinn tveimur dögum síðar, á kvenréttindadaginn 19. júní,
til að leggja blómsveig að leiði Bríetar.46
Þetta kann að vekja grunsemdir um að sérfræðingar um kvenna-
sögu hafi verið of uppteknir við að eltast við nokkra einstaklinga
sem sköruðu fram úr,47 að það hafi með öðrum orðum verið lagt of
mikið kapp á að draga fram hliðstæður þeirra karla sem var hamp -
að í stjórnmálasögunni. Þessi áhersla samræmist reyndar illa þeirri
staðreynd að íslensk kvennasaga þróaðist fyrst undir áhrifum frá
félags- og verkalýðssögu og síðar póststrúktúralískum kenningum
um áhrif tungumáls og menningar þar sem tæpast er rúm fyrir upp-
hafningu einstakra persóna.48 Fræðimenn hafa töluvert fjallað um
framlag Bríetar til kvenréttindabaráttunnar á Íslandi, sem og sögu
annarra kvenna sem náðu einhvers konar valdastöðu í íslensku
samfélagi,49 en jafnframt hefur fylgt hugmyndin um mikilvægi þess
að leyfa sem flestum röddum að heyrast. kristín Ástgeirsdóttir sagði
t.a.m., í ritdómi um sögu kvenréttindafélagsins eftir Sigríði Th.
erlendsdóttur, að það þyrfti að gæta að því að láta ekki sjónarmið
nýr söguþráður 23
45 Reykjavíkurborg, Skipulagsráð. Fundargerð 244. fundur 2011, http://gamli.
rvk.is/vefur/owa/edutils.parse_page?nafn=BN042515, 5. september 2014.
46 Reykjavíkurborg, Fréttasafn, Baráttukvenna fyrir kvenfrelsi minnst á kvenrétt-
indadaginn, http://eldri.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-4533/7792_
read-27044/7792_page-21/, 5. september 2014. Þessi hefð á sér nokkra forsögu.
Árið 2005, á 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna, héldu íslensk kvennasamtök
t.a.m. athöfn þar sem lagður var blómsveigur að leiði Bríetar og annarra bar-
áttukvenna fyrir kosningarétti. Sjá kvennasögusafn Íslands, http://kvenna
sogusafn.is/index.php?page=minningarathoefn, 8. október 2014.
47 Hinar „verðugu konur“ (e. women worthies), sbr. athugasemd í nmgr. 4.
48 Nánar er fjallað er um þá þróun í Margrét Guðmundsdóttir, „Landnám
kvenna sögunnar“.
49 Sbr. Sigríður Th. erlendsdóttir, Veröld sem ég vil, bls. 30–94 og víðar; Sigríður
Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur, bls. 220–270, 336–355 og víðar; erla
Hulda Halldórsdóttir, „„Jeg játa að jeg er opt óþægileg“. kona í rými andófs
og hugmynda“, Ritið 7:2–3 (2007), bls. 217–239; Auður Styrkársdóttir, „„Mér
fannst eg finna sjálfa mig undir eins og eg var laus við landann.“ kvenna -
baráttan og alþjóðlegt samstarf“, Saga L:1 (2012), bls. 35–77.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 23