Saga - 2014, Blaðsíða 82
síðustu árum hafa margir fleiri slegist í hópinn og hagnýtt sér hug-
myndir og viðmið úr minningafræðum, ekki síst sagnfræðingar og
bókmenntafræðingar.48 Sigurður Gylfi Magnússon hefur rýnt í hlut-
verk minninga með því að kanna gífurlegan fjölda „sjálfsbók-
mennta“, þ.e. sjálfsævisagna, endurminninga o.fl., og greint í ljósi
einstaklingsminninga og sjálfsvitundar.49 Hann notar minninga fræði
í stærra samhengi að vissu marki en heldur sig þó fyrst og fremst við
einstaklingsminninguna. Hugtakanotkun hans er með sínu lagi, eins
og oft er í minningafræðum, en verður því oft ruglandi. Hann greinir
á milli sameiginlegs minnis og sögulegs minnis en ekki er alltaf sam-
ræmi í lýsingum á því sem í þessari flokkun á að felast.
Í þessum skilningi verður munurinn á hinu sameiginlega minni og
hinu sögulega minni sá að hinu fyrrnefnda tengist reynsla sem einstak-
lingar eða hópur verður fyrir og hið síðarnefnda er tilraun til að
varðveita þá reynslu, til dæmis með því að hlutgera hana.50
Þessi lýsing líkist aðgreiningu Halbwachs og Pierre Nora í hina lif-
andi sameiginlegu minningu annars vegar og sögulega minningu
(Halbwachs) og sögu/sagnfræði (Nora) hins vegar. Sigurður gagn -
rýnir þó jafnframt Halbwachs og Nora fyrir slíka skiptingu. Áhersla
Sigurðar er fyrst og fremst á einstaklingsminninguna sem sjálfstætt
afl og hann væntir þess að einstaklingsminningin sprengi sögulega
minningu í mola. Hann telur, og ber þar fyrir sig viðhorf bandaríska
sagnfræðingsins Susan A. Crane, að „lærdómsferli sagn fræðinga
[felist] í þátttöku í umbreytingu sögulegs minnis, að snúa því yfir í
persónulega reynslu um leið og þeir ræða og rita um rannsóknarefni
sín“.51 einstaklingsminningin á því að splundra sögu legu minning-
unni en jafnframt setur hann einstaklingsminninguna á stall og vill
einangra hana:
…lít ég svo á að sveigjanleiki einstaklinga til túlkana og greininga á ein-
stökum þáttum lífs síns sé svo mikill að það sé mikilvægt að skera á
tengsl þeirra við hópa og minni samfélagsins með það í huga að rann-
saka þá sem einingu út af fyrir sig.52
þorsteinn helgason80
48 Sjá glöggt merki um þetta: Ritið 13:1 (2013) sem er helgað minni og gleymsku.
49 Sigurður Gylfi Magnússon, Fortíðardraumar. Sjálfsbókmenntir á Íslandi.
50 Sigurður Gylfi Magnússon, Sjálfssögur. Minni, minningar og saga. (Reykjavík:
Háskólaútgáfan 2005), bls. 181.
51 Sama heimild, bls. 191.
52 Sama heimild, bls. 193.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 80