Saga


Saga - 2014, Blaðsíða 15

Saga - 2014, Blaðsíða 15
Stjórnmálasaga Svarið við fyrri spurningunni þarf ekki að vera flókið og í stórum dráttum liggur það ljóst fyrir og hefur lengi gert. Þetta snýst um íhaldssemi stjórnmálasögunnar og yfirlitssögunnar.11 engu að síður er ástæða til að rifja upp og árétta nokkur atriði. ef stjórnmálasaga er skilin þröngum og hefðbundnum skilningi er hún sagan af stjórn- kerfinu og stofnunum þess, saga fulltrúalýðræðisins, kosninga, alþingis, framkvæmdarvaldsins, þingmanna, ráðherra og þjóðar- leiðtoga. Þannig var stjórnmálasagan lengi vel skrifuð og raunar framan af sagan öll. Þjóðríkið og lýðræðislegar stofnanir þess voru í for grunni. evrópskir sagnfræðingar skrifuðu um uppruna og þróun sinna þjóðríkja og samskipti þeirra við önnur ríki. viðfangs - efnið var fortíðin frá sjónarhóli hins sýnilega ríkisvalds, saga þeirra einstaklinga og stjórnmálahreyfinga sem fóru með völd í hverju ríki (eða tilvonandi ríki) fyrir sig. Sagnaritun á Íslandi þróaðist með svipuðum hætti. Saga ís - lenskra nútímastjórnmála hefst á nítjándu öld og eins og hún hefur verið skrifuð og kennd hingað til hverfist hún um myndun íslenska þjóðríkisins; um sjálfstæðisbaráttu, mótun flokkakerfisins, stjórn- málaleiðtoga og, í seinni tíð í auknum mæli, lýðræðisþróun. Gunnar karlsson orðaði það einhvern veginn svo í grein í Sögu árið 2000 að sjálfstæðisbaráttan og þjóðríkismyndunin hefðu tekið sér sæti í þjóðarsögunni um leið og hún gerðist. Sagan hefði þannig borið svip sjálfsævisögu, sem væri óneitanlega „fremur frumstæð gerð af sagnfræði“.12 Stjórnmálasagan snerist um sameiginlegar minningar um nýliðna atburði, gjörðir og athafnir þeirra sem sköruðu framúr og ruddu brautina fyrir sjálfstætt íslenskt þjóðríki. Með nokkrum nýr söguþráður 13 11 Þótt hugmyndin um mikilvægi yfirlitssögu sé nátengd þeirri hugsun sem hefur einkennt skrif um stjórnmálasögu er ekki rúm til að rekja þann þráð frek- ar hér. Fyrir um það bil áratug eða svo skapaðist umræða um kosti og galla yfirlitsrita. Hún var í anda þeirrar umræðu sem áður hafði farið af stað í alþjóðlegu fræðasamfélagi. Sjá Sigurður Gylfi Magnússon, „Aðferð í uppnámi. Tuttugasta öldin vegin og metin“, Saga XLI:1 (2003), bls. 15–54; Gunnar karlsson, „Ég iðrast einskis. Um siðferði í sagnfræði og einokun sögunnar“, Saga XLI:2 (2003), bls. 127–151. Sjá einnig erindi sem flutt voru á málstofu um yfirlitsrit á Hugvísindaþingi í nóvember 2003. erindin eru prentuð í Sögu XLII:1 (2004), bls. 131–175. 12 Gunnar karlsson, „Sagan af þjóðríkismyndun Íslendinga 1830–1944“, Saga XXXvIII (2000), bls. 109–134, hér bls. 109–110. Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.