Saga - 2014, Qupperneq 15
Stjórnmálasaga
Svarið við fyrri spurningunni þarf ekki að vera flókið og í stórum
dráttum liggur það ljóst fyrir og hefur lengi gert. Þetta snýst um
íhaldssemi stjórnmálasögunnar og yfirlitssögunnar.11 engu að síður
er ástæða til að rifja upp og árétta nokkur atriði. ef stjórnmálasaga
er skilin þröngum og hefðbundnum skilningi er hún sagan af stjórn-
kerfinu og stofnunum þess, saga fulltrúalýðræðisins, kosninga,
alþingis, framkvæmdarvaldsins, þingmanna, ráðherra og þjóðar-
leiðtoga. Þannig var stjórnmálasagan lengi vel skrifuð og raunar
framan af sagan öll. Þjóðríkið og lýðræðislegar stofnanir þess voru
í for grunni. evrópskir sagnfræðingar skrifuðu um uppruna og
þróun sinna þjóðríkja og samskipti þeirra við önnur ríki. viðfangs -
efnið var fortíðin frá sjónarhóli hins sýnilega ríkisvalds, saga þeirra
einstaklinga og stjórnmálahreyfinga sem fóru með völd í hverju ríki
(eða tilvonandi ríki) fyrir sig.
Sagnaritun á Íslandi þróaðist með svipuðum hætti. Saga ís -
lenskra nútímastjórnmála hefst á nítjándu öld og eins og hún hefur
verið skrifuð og kennd hingað til hverfist hún um myndun íslenska
þjóðríkisins; um sjálfstæðisbaráttu, mótun flokkakerfisins, stjórn-
málaleiðtoga og, í seinni tíð í auknum mæli, lýðræðisþróun. Gunnar
karlsson orðaði það einhvern veginn svo í grein í Sögu árið 2000 að
sjálfstæðisbaráttan og þjóðríkismyndunin hefðu tekið sér sæti í
þjóðarsögunni um leið og hún gerðist. Sagan hefði þannig borið
svip sjálfsævisögu, sem væri óneitanlega „fremur frumstæð gerð af
sagnfræði“.12 Stjórnmálasagan snerist um sameiginlegar minningar
um nýliðna atburði, gjörðir og athafnir þeirra sem sköruðu framúr
og ruddu brautina fyrir sjálfstætt íslenskt þjóðríki. Með nokkrum
nýr söguþráður 13
11 Þótt hugmyndin um mikilvægi yfirlitssögu sé nátengd þeirri hugsun sem
hefur einkennt skrif um stjórnmálasögu er ekki rúm til að rekja þann þráð frek-
ar hér. Fyrir um það bil áratug eða svo skapaðist umræða um kosti og galla
yfirlitsrita. Hún var í anda þeirrar umræðu sem áður hafði farið af stað í
alþjóðlegu fræðasamfélagi. Sjá Sigurður Gylfi Magnússon, „Aðferð í uppnámi.
Tuttugasta öldin vegin og metin“, Saga XLI:1 (2003), bls. 15–54; Gunnar
karlsson, „Ég iðrast einskis. Um siðferði í sagnfræði og einokun sögunnar“,
Saga XLI:2 (2003), bls. 127–151. Sjá einnig erindi sem flutt voru á málstofu um
yfirlitsrit á Hugvísindaþingi í nóvember 2003. erindin eru prentuð í Sögu
XLII:1 (2004), bls. 131–175.
12 Gunnar karlsson, „Sagan af þjóðríkismyndun Íslendinga 1830–1944“, Saga
XXXvIII (2000), bls. 109–134, hér bls. 109–110.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 13