Saga - 2014, Blaðsíða 63
Einstaklingsminning er félagsleg
Í hversdagsskilningi eru minni og minningar bundin einstaklingi og
má því tala um einstaklingsminni eða persónulegt minni og per-
sónulegar minningar. Þessar minningar búa í huga og líkama ein-
staklingsins (e. embodied) og hljóta að deyja með honum, þ.e. sem
uppspretta eða „frumglæðir“ minninga. Franski heimspekingurinn
Paul Ricœur orðaði þetta þannig, út frá fyrirbærafræði (með láni frá
Platon), að minningin um liðinn atburð sé „það, sem ekki er til
staðar og er í þokkabót ekki lengur til en hefur verið til, er til staðar
í huganum“.2 Áhersla er á það sem „hefur verið til“ til aðgreiningar
frá hreinni ímyndun að því leyti sem hún getur verið til. Það sem er
í huganum „stimplaðist inn“ þegar atburður átti sér stað og sú
stimplun er með margvíslegum hætti eftir skynjun og skilningi þess
sem lifir atburðinn. Persónulegar minningar byggjast á skynjun
atburðanna en skynjunin er þó aldrei hrein og tær, segir pólsk-
franski heimspekingurinn og sagnfræðingurinn krzysztof Pomian:
Það er ekkert til sem kalla mætti hina hreinu og sönnu upphafs-
minningu atburða. Skynjun er virkt ferli og jafnan er valið úr eftir
hæfni, ástandi og viðhorfum þess sem skynjar, bætir Pomian við:
minning sem félagslegt fyrirbæri 61
… minning manna er jafnan
háð lifaðri reynslu, einkum ytri
og innri skynjun en einnig
ímyndunaraflinu — draumum,
ímyndunum, skynvillum.
… la mémoire humaine est toujours
tributaire des expériences vécues:
principalement de la perception
sensorielle externe ou interne mais
aussi de l’imagination — des rêves,
illusions, hallucinations.3
Mannlegt minni er háð skynjun
en sú skynjun velur og hafnar.
Skynjunin er aldrei einföld
skrán ing. Hún er alltaf víxl-
verkun milli skynfæra þess ein-
staklings sem nemur — en þau
verða ekki aðgreind frá hug-
mynda- og tilfinningasíu sem
Pour autant qu’elle dépend de la
perception, la mémoire humaine est
toujours sélective. Car la perception
n’est jamais un simple enregistre-
ment. elle résulte d’une interaction
de l’appareil sensoriel propre exclu-
sivement à l’individu qui perçoit —
mais inséparable d’un filtre concep-
2 „…la présence à l‘esprit d‘une chose absente qui, de surcroît, n‘est plus, mais a
été.“ Paul Ricœur, La mémoire, l’histoire, l’oubli (Paris: Éditions du Seuil 2000), bls.
240.
3 krzysztof Pomian, Sur l’histoire (Paris: Gallimard 1999), bls. 271.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 61