Saga - 2014, Blaðsíða 55
„líflínum“ til Íslendinga (e. „lifelines“ og innan gæsalappa í heim -
ild). Bretland væri helsta viðskiptasvæði Íslands, íbúarnir héldu
gjarnan þangað til náms og þar fram eftir götunum.77 Loks var ljóst
að nota ætti „líflínurnar“ til þess að draga Ísland inn í evrópusam -
bandið. Íslendingar gætu aðeins risið úr rústunum með því að taka
upp evru og njóta fullrar aðildar að sambandinu. Whitting sendi-
herra og öðrum fulltrúum breskra stjórnvalda sýndist að sífellt fleiri
gerðu sér grein fyrir þessu. Meirihluti væri fyrir inngöngu í nýjum
skoðanakönnunum, forsvarsmenn atvinnulífsins horfðu til Brussel
og í einkasamtölum bæru sumir ráðamenn Ísland saman við Svíþjóð
eftir kreppuna í upphafi tíunda áratugar 20. aldar sem leiddi til þess
að Svíar ákváðu að ganga í evrópusambandið.78
Snemma í október 2008 voru hamfarirnar gengnar yfir. Banka -
kerfið var hrunið og björgunarstarfið fram undan. Bandarísku Wiki -
leaks-gögnin og bresku heimildirnar sem unnt hefur verið að
nálgast segja líka sitt um það sem gerðist eftir þessi tímamót. Þar
bíða önnur rannsóknarefni og aðrar spurningar.
Mat heimilda
Bresku gögnin eru fróðleg þótt aðgangur að þeim sé takmarkaður. Í
því formi staðfesta þau hvorki né hrekja þær kenningar að valdhafar
í London hafi sýnt of mikla óbilgirni eða jafnvel farið fram með
ósvífnu offorsi.79 Sú staðreynd að þau eru ritskoðuð og skert styður
hins vegar þau sannindi að þeir sem ráða skjölunum geta haft mikil
áhrif á ritun sögunnar. Það gera Wikileaks-heimildirnar líka, að vísu
með öfugum formerkjum. Þegar þeim var lekið á netið varð handa-
gangur í öskjunni. Hver æsifréttin rak aðra í fjölmiðlum. Fljótlega
bar á því að menn mótmæltu þeim frásögnum sem gögnin höfðu að
vitnisburður, aðgangur og mat heimilda 53
77 FOIA. ekki upplýst um móttakanda og sendanda, 14. október 2008, 19:28, og
15. október 2008, 08:38.
78 FOIA. Fjármálaráðuneytið í London (mjög líklega en ekki upplýst um send-
anda) til Whittings sendiherra í Reykjavík, 10. október 2008, 08:16; Utan ríkis -
ráðuneytið í London (mjög líklega en ekki upplýst um send anda) til margra
móttakenda, 13. október 2008, 13:09.
79 Fyrir helstu dæmi um þá kenningu sjá Ásgeir Jónsson, Why Iceland? bls.
175−188; Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „The Rise, Fall and Rise of Iceland“,
bls. 69−75; Styrmir Gunnarsson, Umsátrið, bls. 93−108; Þórhallur Jósepsson og
Árni Mathiesen, Árni Matt, bls. 57−62. Um þá sem vilja ekki kenna breskum
valdhöfum um að svo fór sem fór, sjá neðanmálsgrein 70.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 53