Saga - 2014, Blaðsíða 144
skeið. Danskar konur voru færri en karlar í upphafi aldarinnar enda atvinna
meginástæða þess að Danir fluttust til Íslands á þeim tíma. Margar þessara
dönsku kvenna komu því með eiginmönnum sínum til landsins (bls. 100).
einnig er minnst á kyn í tengslum við erlendar eiginkonur íslenskra mynd-
listarmanna, þegar fjallað er um síðari hluta tímabilsins sem rannsóknin nær
til, og hvernig þessar konur voru metnar út frá hlutverki sínu sem eiginkon-
ur, jafnvel þær sem voru virkar í listsköpun. Þótt minnst sé þannig á kyn á
nokkrum stöðum í ritgerðinni saknaði ég kerfisbundinnar úttektar á mikil-
vægi kyns í tengslum við stöðu Dana á Íslandi, aðlögun þeirra að íslensku
samfélagi og tengsl við Íslendinga. Til dæmis hefði verið áhugavert að sjá
samræðu við verk mannfræðinganna Ingu Dóru Björnsdóttur og Sigríðar
Dúnu kristmundsdóttur, sem báðar hafa stundað rannsóknir á mörkum
sagnfræði og mannfræði þar sem kyn er í forgrunni og jafnframt komið inn
á tengsl Danmerkur og Íslands. Skrif James Gordon Rice og erlu Huldu
Hákonardóttur um góðgerðarfélög á Íslandi beina einnig sjónum að því
hvernig þau eru samofin valdatengslum og því væri líka áhugavert að sjá
frekari samræður við þeirra verk á þessu sviði.
Í þessu samhengi mætti einnig velta fyrir sér kyni og valdatengslum
Dana og Íslendinga. Ritgerðin dregur upp sannfærandi mynd af mikilvægi
danskra kaupmanna, verslunarfjölskyldna og annarra Dana við að byggja
upp þéttbýli á síðari hluta 19. aldar og er því í raun haldið fram að margar
stofnanir hefðu ekki orðið að veruleika án áhuga þeirra, velvildar og fjár-
magns (bls. 69). Í því ljósi segir í ritgerðinni að líta megi svo á að þessir bæir
hafi verið byggðir sameiginlega af Dönum og Íslendingum og því fari fjarri
„að kaupmenn á Akureyri, Ísafirði og Stykkishólmi hafi látið samfélag sitt
eða verslana sig litlu skipta“ (bls. 64). Þessum orðum ritgerðarinnar virðist
vera beint gegn gagnrýninni umræðu um völd Dana í þessum bæjum þar
sem eldri rit hafa gefið til kynna að Danir hafi ráðið öllu og hirt lítið um
hlutskipti almennings. Hér ber þó að minnast á að hluti þess að vera yfir -
stétt hefur sögulega á vesturlöndum einmitt falist í því að taka þátt í alls
konar mannúðarstarfi, sem var sérstaklega hlutverk yfirstéttarkvenna og
þarf þannig ekki að vera í mótsögn við það að þeir hafi samhliða talið sig
yfir aðra íbúa hafna. Þannig voru fyrstu sjálfboðaliðarnir í Thorvaldsens -
félaginu konur úr efri stétt, eins og aðrir hafa rætt um16, og hefði getað verið
áhugavert hér að velta fyrir sér efni ritgerðarinnar út frá áherslu á kyn og
stétt eða beina nánari athygli að samþættingu valdatengsla sem byggjast á
ólíkum afmörkunum kyns og uppruna. Femínískir fræðimenn hafa þannig
einnig sett spurningarmerki við hvernig þátttaka í mannúðarstörfum getur
andmæli142
16 James Rice, „Icelandic Charity Donations: Reciprocity Reconsidered“, Ethno -
logy 46:1 (2007), hér bls. 4; erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur: Menntun
kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850–1903 (Reykjavík: Háskóla útgáfan,
Sagnfræðistofnun og RIkk 2011).
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 142