Saga


Saga - 2014, Síða 144

Saga - 2014, Síða 144
skeið. Danskar konur voru færri en karlar í upphafi aldarinnar enda atvinna meginástæða þess að Danir fluttust til Íslands á þeim tíma. Margar þessara dönsku kvenna komu því með eiginmönnum sínum til landsins (bls. 100). einnig er minnst á kyn í tengslum við erlendar eiginkonur íslenskra mynd- listarmanna, þegar fjallað er um síðari hluta tímabilsins sem rannsóknin nær til, og hvernig þessar konur voru metnar út frá hlutverki sínu sem eiginkon- ur, jafnvel þær sem voru virkar í listsköpun. Þótt minnst sé þannig á kyn á nokkrum stöðum í ritgerðinni saknaði ég kerfisbundinnar úttektar á mikil- vægi kyns í tengslum við stöðu Dana á Íslandi, aðlögun þeirra að íslensku samfélagi og tengsl við Íslendinga. Til dæmis hefði verið áhugavert að sjá samræðu við verk mannfræðinganna Ingu Dóru Björnsdóttur og Sigríðar Dúnu kristmundsdóttur, sem báðar hafa stundað rannsóknir á mörkum sagnfræði og mannfræði þar sem kyn er í forgrunni og jafnframt komið inn á tengsl Danmerkur og Íslands. Skrif James Gordon Rice og erlu Huldu Hákonardóttur um góðgerðarfélög á Íslandi beina einnig sjónum að því hvernig þau eru samofin valdatengslum og því væri líka áhugavert að sjá frekari samræður við þeirra verk á þessu sviði. Í þessu samhengi mætti einnig velta fyrir sér kyni og valdatengslum Dana og Íslendinga. Ritgerðin dregur upp sannfærandi mynd af mikilvægi danskra kaupmanna, verslunarfjölskyldna og annarra Dana við að byggja upp þéttbýli á síðari hluta 19. aldar og er því í raun haldið fram að margar stofnanir hefðu ekki orðið að veruleika án áhuga þeirra, velvildar og fjár- magns (bls. 69). Í því ljósi segir í ritgerðinni að líta megi svo á að þessir bæir hafi verið byggðir sameiginlega af Dönum og Íslendingum og því fari fjarri „að kaupmenn á Akureyri, Ísafirði og Stykkishólmi hafi látið samfélag sitt eða verslana sig litlu skipta“ (bls. 64). Þessum orðum ritgerðarinnar virðist vera beint gegn gagnrýninni umræðu um völd Dana í þessum bæjum þar sem eldri rit hafa gefið til kynna að Danir hafi ráðið öllu og hirt lítið um hlutskipti almennings. Hér ber þó að minnast á að hluti þess að vera yfir - stétt hefur sögulega á vesturlöndum einmitt falist í því að taka þátt í alls konar mannúðarstarfi, sem var sérstaklega hlutverk yfirstéttarkvenna og þarf þannig ekki að vera í mótsögn við það að þeir hafi samhliða talið sig yfir aðra íbúa hafna. Þannig voru fyrstu sjálfboðaliðarnir í Thorvaldsens - félaginu konur úr efri stétt, eins og aðrir hafa rætt um16, og hefði getað verið áhugavert hér að velta fyrir sér efni ritgerðarinnar út frá áherslu á kyn og stétt eða beina nánari athygli að samþættingu valdatengsla sem byggjast á ólíkum afmörkunum kyns og uppruna. Femínískir fræðimenn hafa þannig einnig sett spurningarmerki við hvernig þátttaka í mannúðarstörfum getur andmæli142 16 James Rice, „Icelandic Charity Donations: Reciprocity Reconsidered“, Ethno - logy 46:1 (2007), hér bls. 4; erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur: Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850–1903 (Reykjavík: Háskóla útgáfan, Sagnfræðistofnun og RIkk 2011). Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 142
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.