Saga - 2014, Blaðsíða 50
um þeirra hér á landi verða tryggðar að fullu“.58 Svo bætti hann við:
„svipuð yfirlýsing hefur verið send til Bretlands vegna starfsemi
kaupþings og Landsbanka þar“.59 Hér virðist þess misskilnings gæta
að slík loforð hafi verið gefin opinberlega. Í London máttu menn vita
að sú var ekki raunin. Af þessu má hins vegar ráða að Whitting hafi
vitað af bréfi viðskiptaráðuneytis Íslands til Clive Maxwell, embætt-
ismanns breska fjármálaráðuneytisins, sem sent var út í tölvupósti
aðfaranótt mánudagsins, með þeirri yfirlýsingu að reyndist þess þörf
myndi ríkisstjórn Íslands „styðja“ (e. support) Tryggingarsjóð inn -
stæðu eigenda og fjárfesta í að afla þess fjár sem þyrfti svo að hann
gæti staðið við lágmarksskuldbindingar sínar, kæmi til falls Lands -
banka Íslands og útibús hans í Bretlandi.60 Í huga sendiherrans var
enginn vafi á því hvað þetta þýddi: að íslensk stjórnvöld myndu sjá til
þess að hver reikningshafi hjá Icesave fengi að lágmarki 20.887 evrur
í sinn hlut, í samræmi við tilskipanir evrópusambandsins þess efnis.
Að þessu sögðu er víst að í þeim köflum skeytisins sem ekki
máttu koma fyrir almenningssjónir sé bitastæðustu upplýsingarnar
að finna. Sama má segja um næstu skeyti. Þögn getur þó líka sagt
meira en mörg orð. Í kastljósi RÚv þriðjudagskvöldið 7. október lét
Davíð oddsson þau fleygu eða alræmdu orð falla að íslenska þjóðin
ætlaði ekki „að greiða skuldir óreiðumanna“.61 Fljótlega varð það
mál manna að með þessum orðum sínum hefði Davíð að óþörfu
reitt breska ráðamenn og aðra þar ytra til reiði.62 Síðar hefur verið
ítrekað að úti í heimi hafi auðvitað verið hlustað á digurbarkalegar
yfirlýsingar hans, einkum í London.63 Þótt því megi nánast slá föstu
guðni th. jóhannesson48
58 „yfirlýsing ríkisstjórnarinnar“, 6. október 2008, http://www.forsaetisradu
neyti.is/frettir/nr/3032. ensk útgáfa yfirlýsingarinnar finnst ekki lengur á
heimasíðu forsætisráðuneytisins. Sjá hins vegar „Deposit Guarantee“, 6. októ-
ber 2008, http://web.archive.org/web/20090801072417/http://eng.forsaetis
raduneyti.is/news-and-articles/nr/3033.
59 FOIA. Sendiráðið í Reykjavík (ekki upplýst um móttakanda), 6. október 2008,
12:27.
60 Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna v, bls. 292.
61 „Davíð oddsson í kastljósi 7. október 2008“, YouTube.com, http://www.
youtube.com/watch?v=-Lu96mm2eke. Til þessara orða Davíðs hefur verið
vitnað í langflestum ritum um bankahrunið hingað til.
62 Sbr. Guðni Th. Jóhannesson, Hrunið, bls. 195.
63 Ólafur Arnarson, Sofandi að feigðarósi (Reykjavík: JPv 2009), bls. 12−16 og
20−22; Ásgeir Jónsson, Why Iceland? (New york: McGraw-Hill 2009), bls.
171−174; eiríkur Bergmann, Iceland and the International Financial Crisis. Boom,
Bust and Recovery (Basingstoke: Palgrave Macmillan 2014), bls. 122.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 48