Saga - 2014, Blaðsíða 47
líklega úr Landsbanka Íslands, auk annars málsmetandi fólks úr
íslensku viðskiptalífi. Allir sögðu aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
lífsnauðsynlega og að bandarísk stjórnvöld yrðu að koma vitinu
fyrir valdhafa í Reykjavík.51
Loks geyma Wikileaks-gögnin afrit af bréfi Davíðs oddssonar til
Timothy Geithners, bankastjóra seðlabanka New york-ríkis, 24.
október 2008, eftir hrun bankanna og þremur dögum áður en ríkis-
stjórn Íslands óskaði eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um
endurreisn landsins. Í bréfinu kemur fram hvers vegna Geithner
vildi ekki ljá því lið að gerðir yrðu gjaldmiðlaskiptasamningar við
Seðlabanka Íslands þótt slíkir samningar hefðu verið gerðir við
seðlabankana í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og víðar. Íslenska banka-
kerfið væri einfaldlega orðið svo stórt miðað við smæð þjóðarinnar
að því væri ekki viðbjargandi. Þar að auki hafði Geithner sagt í sept-
emberlok að Íslendingar yrðu að leita á náðir Alþjóðagjald eyris -
sjóðsins, annars yrði ekkert gagn í hugsanlegri aðstoð.52 Það segir
líka sína sögu að þegar bandaríska sendiráðið í Reykjavík fékk afrit
af bréfi Davíðs oddssonar, fimm dögum eftir að það var sent, frétti
van voorst sendiherra frá fulltrúa íslenska utanríkisráðuneytisins að
þar á bæ vissi fólk aðeins að það hefði verið samið en ekki hvað
stæði í því. Hins vegar mætti vænta þess að ríkisstjórn Íslands
myndi snarlega biðja um aðstoð eftir réttum boðleiðum.53
Í Wikileaks-gögnunum er dregin upp mynd af sinnuleysi,
ráðaleysi og jafnvel drambi íslenskra valdhafa og embættismanna.
Þar að auki kemur fram að starfsfólk bandaríska sendiráðsins hefði
gjarnan viljað verða að liði ef við það hefði verið talað. eitt er þess
vegna ljóst: Þessar heimildir nýtast illa þeim sem vilja útskýra orsakir
vitnisburður, aðgangur og mat heimilda 45
51 WikiLeaks. van voorst (Reykjavík) til fjármálaráðuneytis, utanríkis ráðherra í
Washington og fleiri, 10. október 2008, 18:14, https://wikileaks.org/plusd/
cables/08ReykJAvIk228_a.html.
52 WikiLeaks. van voorst (Reykjavík) til fjármálaráðuneytis, utanríkis ráð herra í
Washington og fleiri, 29. október 2008, 14:57, https://wikileaks.org/plusd/
cables/08ReykJAvIk253_a.html. Þessi afstaða er staðfest í fundargerðum
bandaríska seðlabankans. Sjá einkum fundargerð fundar 28.−29. október 2008,
http://www.federalreserve.gov/monetarypolicy/files/FoMC2008
1029meeting.pdf. Sjá einnig „Ísland rekið út á klakann“, Viðskiptablaðið 16. júlí
2014 (pistill „Óðins“), http://www.vb.is/skodun/107501/.
53 WikiLeaks. van voorst (Reykjavík) til fjármálaráðuneytis, utanríkis ráð herra í
Washington og fleiri, 29. október 2008, 14:57, https://wikileaks.org/plusd/
cables/08ReykJAvIk253_a.html.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 45