Saga - 2014, Blaðsíða 57
lotning fyrir skjölum og sannleika þeirra sem ríkti um daga Rankes
og Jóns Sigurðssonar er fyrir bí. Skjölin eru bara alls ekki hinn vissasti
og áreiðanlegasti grundvöllur sögunnar.
Tökum tvö dæmi um hrunið og heimildamat, eitt bandarískt og
annað breskt. vissulega er athyglisvert að lesa í Wikileaks-skjölun um
um undrun Carol van voorst og starfsliðs hennar yfir því að ís lenskir
embættismenn og valdhafar hefðu ekki leitað á náðir sendi ráðsins
þegar æskja þurfti aðstoðar að vestan. en ásakanir Össurar Skarp -
héðinssonar og annarra um sinnuleysi Bandaríkja manna settu sendi -
ráðsfólkið greinilega í varnarstöðu. vart er einleikið að frá sendiráðinu
skyldu ekki berast nein skilaboð til Washington um vaxandi efnahags-
vanda Íslendinga fyrr en sumarið 2008. Sváfu menn kannski á verðin-
um og vildu svo beina athyglinni annað? Sú skýring virðist að minnsta
kosti ólíkleg að umfjöllun um málið geti verið að finna í skjölum
merktum „top-secret“ sem eru ekki enn að gengi leg. engin þörf var á
háleynilegum stimpli fyrir skrif um málefni af því tagi.
Þótt við verðum að muna hvað bresku heimildirnar eru brota-
kenndar eins og sakir standa er athyglisvert að í þeim er ekki staf-
krókur um það hve illa Ian Whitting sendiherra gekk að ná tali af
embættismönnum og ráðherrum þegar mest á reið. Whitting var
nýr í embætti, kom til Reykjavíkur sumarið 2008, og var ekki búinn
að tryggja þau sambönd sem hefðu komið sér vel fyrir hann í atinu
nokkrum mánuðum síðar. Sömuleiðis má leiða að því rök að
Whitting hafi haft sínar skoðanir á þeim yfirlýsingum Gordons
Brown forsætisráðherra 9. október að reynt yrði að frysta alla fjármuni
íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja ytra.84 „Neikvæð umfjöllun í inn-
lendum fjölmiðlum eykst,“ sagði í yfirliti sendiráðsins í Reykja vík um
viðbrögð við þeim orðum.85 Það var á skjön við alla viðleitni sendi-
herrans. viðurkenningar breskra stjórnvalda á því að of hart hafi
verið gengið fram með beitingu hryðjuverkalaganna og skyldum
aðgerðum styðja þessa þanka.86 Afar ólíklegt er að Whitting freistist
vitnisburður, aðgangur og mat heimilda 55
152, hér bls. 150−151; Peter Jackson, „Introduction: enquiries into the „Secret
State““, Exploring Intelligence Archives: Enquiries into the Secret State. Ritstj. R.
Gerald Hugges, Peter Jackson og Len Scott (London: Routledge 2008), bls. 1−11.
84 Ásgeir Jónsson, Why Iceland?, bls. 187−188; Guðni Th. Jóhannesson, Hrunið, bls.
192−193.
85 FOIA. Whitting sendiherra í Reykjavík (ekki upplýst um móttakanda), 10.
október 2008, 15:00.
86 Sjá einkum House of Commons Treasury Committee, „Banking Crisis:
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 55