Saga - 2014, Blaðsíða 33
heimildir gefið innsýn í tengslanet kvenna, áhrifavalda þeirra og
samstarf, jafnvel þvert á flokka og félagshreyfingar.62 eins og meðal
annars má ráða af endurminningum Aðalheiðar Hólm Spans getur
margt mælt með því að nálgast íslenskar stjórnmálakonur með þeim
hætti, þ.e.a.s. byrja á því að reyna að kynnast þessum konum, koma
auga á þær hverja fyrir sig, og skoða svo tengslanet þeirra og starfs-
vettvang. Þannig getum við séð hvernig Aðalheiður, Dýrleif og
margar aðrar konur gerðust virkir þátttakendur í íslenskum stjórn-
málum á tuttugustu öld. Sú saga væri kærkomin viðbót við þá ríkj-
andi stjórnmálasögu sem einblínir á umdeilda leiðtoga, illskeytt og
hatrömm átök sem skóku þjóðfélagið eða, þegar verst lætur, hverfur
inn í hugrenningar um valdapólitískar ákvarðanir sem höfðu þegar
upp er staðið lítil áhrif á samfélagið í heild sinni.
Abstract
ragnhe iður kr i s t jánsdótt i r
A NeW PLoT
Revision of Icelandic political history
While historical studies, in particular those on women and gender, have long
since developed an analytical framework for treating the political history of both
genders, political history has had little to say about women. In 19th-century his-
tory, Icelandic women have mostly been presented in connection with
establishing women’s associations, schools and similar social movements. Women
have also been discussed in the history of suffrage, from when they received the
right to vote in municipal elections in 1882 to the time when they exploited their
newly won right to run for office on the Reykjavík city council in 1908. After
nýr söguþráður 31
62 Sem dæmi um slíka nálgun má nefna nýlega grein eftir Mariu Tamboukou þar
sem hún notar persónulegar heimildir til þess, meðal annars, að sýna hvernig
hugmyndir og líf Rósu Luxembourg höfðu áhrif á kenningaleg skrif Hönnu
Arendt um byltingu sem pólitískt fyrirbæri; „Imagining and Living the Revolu -
tion. An Arendtian Reading of Rosa Luxembourg’s Letters and Writings“,
Feminist Review 106 (2014), bls. 27–42. Bók June Hannam og karen Hunt,
Socialist Women er svo aftur dæmi um nálgun þar sem líf og starf sósíalískra
kvenna er kannað þvert á flokka og félagshreyfingar, og áhersla lögð á hvernig
sjálfsmynd þeirra sem kvenna og femínista kallaðist á við og rakst á sjálfs -
mynd þeirra sem sósíalista.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 31