Saga - 2014, Blaðsíða 7
F o R M Á L I R I T S T J Ó R A
Ljósmyndin á forsíðu Sögu sýnir utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar steypta
í vax. Lífrænt efni, seigfljótandi og umbreytanlegt, og þeim eiginleikum gætt
að sá sem það meðhöndlar af færni getur líkt eftir holdi klæddum manns-
líkama og framkallað sjónblekkingu sem varir þar til hið ókennilega augna-
blik rennur upp og stillan og þögnin leiða áhorfandann í sannleika um að
myndin er dauður hlutur, eiginlega sjúklegur í raunveruleika sínum. Í þeirri
upplifun liggur aðdráttarafl vaxmynda.
Ljósmynd af vaxmynd getur að einhverju leyti þurrkað út þá skynjun
og þessi tengsl hennar við sjúkleika og dauða. Með því að frysta augnablik
sem þegar er frosið lifnar viðfangsefnið við, og þögnin og stillan verður
hluti af hinu tímalausa tómi ljósmyndarinnar þar sem ekki er gert ráð fyrir
andardrætti, hreyfingu eða augnagoti. Líkt og aðrar vaxmyndir vekur ljós-
myndin af utanþingsstjórninni úr vaxi þá skuggalegu tilfinningu sem fylgir
því að finnast hið dauða vera á lífi.
Hin lifandi fyrirmynd vaxins sem varðveitt er á ljósmynd frá 16. des -
ember 1942, og sjá má á bakkápu tímaritsins, getur á hinn bóginn vakið ekki
síður óþægilega tilfinningu, þá tilfinningu að hið lifandi kunni að vera
dautt. Að ráðherrar utanþingsstjórnarinnar, líkt og annarra ríkisstjórna
Íslands, séu ekki af holdi og blóði heldur staðlaðar eftirmyndir hver annars,
steyptir í form og njörvaðir niður í fyrirfram mótuð hlutverk íslenskrar
stjórnmálasögu sem fjallar fyrst og fremst um formleg völd karlmanna í tím-
ans rás, stjórnmálasögu sem lætur leikendur sína sífellt leika sama leikinn
ár eftir ár. Alltaf sitjandi við þetta „sama“ borð, eins og lesa má um í fyrstu
grein þessa heftis, „Nýr söguþráður. Hugleiðingar um endurritun íslenskrar
stjórnmálasögu“. Greinin er eftir Ragnheiði kristjánsdóttur og fjallar um þá
hefð sagnaritunar sem skapast hefur um þróun íslenskra stjórnmála á 20.
öld og leiðirnar til þess að brjótast út úr þeirri hefð, m.a. með því að horfa á
stjórnmál í víðari skilningi, t.d. í samhengi stjórnmálaskrifa og almennrar
þátttöku innan stjórnmálaflokka. Þannig koma til sögunnar fleiri persónur,
þeirra á meðal konur. Niðurstaðan er margbreyttari stjórnmálasaga. og
margbreytileikinn hlýtur að teljast einn mikilvægasti þátturinn í frjórri sýn
okkar á fortíðina.
en til þess að geta framkallað nýjar myndir og óvæntar þarf að lesa
nýjar heimildir og lesa eldri heimildir á annan hátt. við getum í sjálfu sér
sagt að sagnfræði fjalli um fortíðina, en óhjákvæmilega verðum við
stundum að sætta okkur við að fræðin fjalli fyrst og fremst um það sem
varðveist hefur um fortíðina. Jafnvel þótt viðfangsefnið sjálft sé það sem er
handan heimildanna eða það sem þeim er ætlað að leiða í ljós. Mat heimilda
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 5