Saga


Saga - 2014, Blaðsíða 78

Saga - 2014, Blaðsíða 78
Hið mikla ritverk undir stjórn Pierre Nora, sem hér hefur verið vísað til, jók mjög áhuga fræðimanna á hugmyndum undir for - merkjum minninga og minnis. Jafnframt tilheyrði Nora þeim hópi og tímabili sem áleit sögu og minningu andstæður, segir þýski minningafræðingurinn Aleida Assmann, sem hefur greint viðhorfið til þessarar hugtakatvennu eftir tímabilum. Hún hefur kannað sögu tengslanna milli minninga og sögu og búið til líkan þar sem ein - kenni þessara tengsla eru flokkuð í þrennt eftir tímaskeiðum. Fyrsta tímabilið einkennist af einingu sögu og minningar þar sem hlutverk sagnfræðinnar er að skrá og staðfesta þá minningu sem konungs- vald, kirkja eða önnur valdastofnun vildi halda á lofti. Annað stigið hefst með innreið heimildarýninnar sem á rætur aftur í grískri heim- speki og ítalskri endurreisn en festi sig í sessi á nítjándu öld. Í nafni gagnrýninnar sagnfræði var minningin lýst ótraust og gildishlaðin en sagnfræðin var fulltrúi hlutlægninnar. Aðrir tóku að vísu upp hanskann fyrir minninguna eða lýstu söknuði eftir henni — Nietzsche, Halbwachs og Nora — en voru sammála um að hér væru andstæður á ferðinni. Þriðja stigið segir Aleida Assmann að megi kenna við póstmódernisma ef menn svo vilja. Nú erum við stödd á tímabili þar sem saga og minning eru í gagnvirku sambandi. Þessi aukni áhugi á minni og minningu á síðustu áratugum, og samspili þess við sögu og sagnfræði, hefur fengið fræðimenn til að leita skýringa á þeim sama áhuga. Margir hafa rakið hann til þess að gáttir opnuðust við fall sovétkerfisins, bæði með skjölum og munn- legum frásögnum, ennfremur til þeirra fjölmörgu sem nú voru reiðubúnir að vitna um helför gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. (Skýringar á hinu síðarnefnda voru nefndar hér á undan.) Minn - ingin í vitnisburði þátttakenda varð verðmæt, stangaðist oftsinnis á við ríkjandi sagnaritun og ýtti undir söguendurskoðun. Sagn fræð - ingar fengu einnig aukinn áhuga á minningunni sem m.a. birtist í „táknrænum athöfnum við að upplifa, túlka og muna atburði for - tíðar sameiginlega“.40 Minni og minning geta sem sé einnig orðið verkefni sagnfræði og má kalla með grískri vísun „mnemo-sögu“ (á þýsku Gedächtnisgeschichte). Þá rannsaka sagnfræðingar hvernig minning fortíðar lifir, hvaða atburðum er haldið á lofti, hvaða goðsögur eru lífseigar, segir Aleida Assmann. þorsteinn helgason76 40 „…the symbolic practices with which events of the past were collectively experienced, interpreted, remembered.“ Aleida Assmann, „Transformations between History and Memory“, bls. 62. Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.