Saga


Saga - 2014, Blaðsíða 92

Saga - 2014, Blaðsíða 92
í atburðarás sagnanna.7 en hvað sem kann að vera rétt í því efni verða að teljast sannfærandi líkur til að sá kjarni sé réttur að Leifur eiríksson hafi fengið viðurnefnið heppni vegna þess að hann hafi bjargað fólki úr sjávarháska. eiríks sögu rauða og jafnvel Ólafs sögu Tryggvasonar má skilja þannig að höfundi textans hafi þótt björg- unin ein ónógt tilefni til viðurnefnisins og þess vegna hafi hann bætt því við að heppni hans hafi líka birst í því að hann færði löndum sínum kristni. en í Grænlendinga sögu er hvorki Leifi né Ólafi Tryggvasyni eignuð nein hlutdeild að kristnun Grænlendinga, og færð hafa verið rök að því að ekki sé rétt að Ólafur hafi látið kristna þá.8 Það stendur því eftir að kjarni sögunnar af viðurnefni Leifs er sá að það sé dregið af björgun skipbrotsmannanna. en er það sennilegt að maður sé kallaður heppinn vegna þess að hann bjargi fólki úr lífsháska? voru það ekki fremur skipbrotsmenn sem voru heppnir að Leifur skyldi vera þarna á ferð og koma auga á þá? Auðvitað má segja að Leifur hafi unnið sér inn einhverja góðvild hjá Guði og mönnum með því að bjarga fólkinu. Í sögunum er heldur ekki vikið að því að björgunin hafi verið happ fyrir Leif, heldur er lögð áhersla á göfugmennsku og drengskap hans, eins og kemur fram í tilvitnuninni til eiríks sögu hér á undan. Í Græn lend - inga sögu er rakið nákvæmlega hve marga skipbrotsmenn Leifur tók á vist hjá sér um veturinn eftir og hve mörgum hann kom fyrir hjá öðrum. Sjálfsagt hefur það getað verið umtalsvert álag að bæta fimmtán manns á vetrarforðann í lítilli byggð í harðbýlu landi. Hvernig sem á er litið er samt býsna langsótt að kalla Leif ævilangt hinn heppna fyrir vikið. Hann hefði fremur átt að fá viðurnefnið hinn örvi eins og Brandur vermundarson úr vatnsfirði en Noregskon - ungur prófaði örlæti Brands með því að láta hann gefa sér skikkju sína, öxi og kyrtil. Þá var Brandi loks nóg boðið svo að hann sneið orðalaust aðra ermina af kyrtlinum, sem konungur skildi auðvitað sem yfirlýsingu um að hann gæti ekki haft nema eina hönd, „at þiggja ávallt, en veita aldrigi“.9 Raunar er lögð talsverð áhersla á mannkosti Leifs í sögum. Í eiríks sögu rauða eru lofsyrðin um hann sem eru birt hér að framan gunnar karlsson90 8 Jón Jóhannesson, „Aldur Grænlendinga sögu“, Nordæla. Afmæliskveðja til prófess- ors dr. phil. & litt. & jur. Sigurðar Nordals, ambassadors Íslands í Kaupmanna höfn, sjö- tugs 14. september 1956 (Reykjavík: Helgafell 1956), bls. 154–156. 9 Brands þáttr ǫrva. Útg. einar Ól. Sveinsson. Íslenzk fornrit 4 (Reykjavík: Hið íslenzka fornrita félag 1935), bls. 187–191. Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.