Saga - 2014, Blaðsíða 87
mars 2014 gaf 2.313 færslur en „collective memory“ hélt enn foryst-
unni með 5.811 færslur.65
Hugtakið menningarminning hefur verið notað á mismunandi
hátt og má greina a.m.k. þrenns konar skilning:
Sem annað meginform sameiginlegrar minningar sem sækir•
næringu sína í rit, helgisiði, mannvirki o.s.frv., gagnstætt sam-
skiptaminningu sem byggist á lifandi frásögnum og samskipt-
um kynslóða (Jan Assmann).
Sem yfirheiti um hvers konar minnis- og minningastarfsemi•
sem á sér stað í menningarlegu samhengi (Astrid erll).
Sem minningar á sviði menningar, gagnstætt áherslum á póli-•
tískar minningar þar sem þjóðir og þjóðríki eru í brennidepli.
Að lokum
Þó að hér hafi verið rætt í alllöngu máli um minningafræði, með
áherslu á sagnfræði og önnur hugvísindi, er margt að sjálfsögðu
ósagt. Í framhaldsgrein gefst tækifæri til að huga betur að þeirri
áhrifaríku minningagerð sem kennir sig við þjóðir: þjóðminningu
(e. national memory). ennfremur er ástæða til að bera minningahug-
takið og minningafræðin saman við annars konar nálgun og hug-
takasyrpur, sem t.d. hafa dugað vel í sagnfræði á Norðurlöndum,
svo sem söguvitund og sögunotkun. Áður hef ég haft tækifæri til að
prófa minningafræðilega nálgun með empírískri rannsókn á Tyrkja -
ráninu sem minningu.66
Sú fræðilega nálgun sem hér hefur verið fjallað um byggist á því
að hversdagslegt hugtak í almannanotkun er tekið traustataki (í stað
þess að búa til nýtt hugtak), því beitt í hversdagslegri merkingu og
sem fræðilegri mælistiku jafnframt því sem merkingarsvið þess er
yfirfært og víkkað. Þessi aðferðafræði og heimspeki hefur hentað
mörgum, sumum til glöggvunar á vissum þáttum, öðrum sem
grund völlur fræðiiðkunar. Tvö alþjóðleg tímarit hið minnsta eru
helguð minningafræðum, Memory and History og Memory Studies,
auk fræðigreina í öðrum tímaritum, bóka og ritraða. Minninga -
fræðin hafa verið boðin velkomin í hugvísindi en hafa einnig verið
minning sem félagslegt fyrirbæri 85
65 Amazon.com. http://www.amazon.com (28. mars 2014).
66 Þorsteinn Helgason, „Tyrkjaránið sem minning“, Ritið 13:3 (2013), bls. 119–148.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 85