Saga - 2014, Blaðsíða 97
skilningur sé nærtækastur. ef það hefur verið meining þess sem
skráði söguna að vísa til happa beggja aðila er það raunar mesta
kaldhæðni því að það varð Gretti síður en svo til happs að sækja eld-
inn. eigendur eldsins héldu að hann væri óvættur þar sem hann kom
klakasýldur af hafi. Þeir snerust því gegn honum með eldibröndum
og brenndu svo húsið og sjálfa sig inni. Mennirnir voru íslenskir, og
fyrir víg þeirra var Grettir dæmdur sekur skógarmaður á Íslandi.31
Loks er í safninu eitt dæmi þar sem skýrt er að talað sé um að sá
heppni flytji öðrum happ. Það er í riddarasögu, Mágus sögu jarls,
þar sem segir frá vilhjálmi Laissyni, konungbornum manni sem býr
sig í stafkarlsgervi, svæfir Hermóð varðmann með víni og mat,
kyrkir hann, skiptir á fötum við hann, hittir varðmenn við borgar -
hlið, segist hafa drepið stafkarlinn og vísar þeim á hann. Þeir láta
blekkjast ásamt Sigurði nokkrum konungssyni sem „þakkar Her -
móði [þ.e. þeim sem hann heldur vera Hermóð] og sagði að hann
var jafnan heppnastur.“32 Sigurður hlýtur að eiga við að Hermóður
hafi fært sér happ, þótt ekki væri það raunin.
Dæmasafn orðabókar Árnanefndar nær ekki yfir bundið mál en
Lexicon poeticum hefur gott safn af dæmum úr því. Undir lýsingar-
orðinu heppinn, ásamt allheppinn og orðheppinn, er vísað í sex dæmi.
Tvö þeirra sé ég ekki ástæðu til að efa að vísi til happa þess sem
talað er um, enda eru bæði í lofkvæðum um konunga, Gráfeldar -
drápu Glúms Geirasonar og Magnúsdrápu Arnórs Þórðarsonar, og
virðast fremur innihaldssnauð lofsyrði.33
eitt dæmi má auðveldlega skilja á hvorn veginn sem er. Í Ís -
lendinga sögu Sturlungu er sagt frá kviðlingi sem „kom upp“
norður í Miðfirði á öðrum áratug 13. aldar. Þar er ort um syni Gísls
bónda á Reykjum í Miðfirði, og er gefið í skyn að höfundurinn hafi
verið Tannur nokkur Bjarnason. Í útgáfu Sturlungu er fyrri hluti
kviðlingsins prentaður svona:
Upp hafa eigi heppnir
ullstakks boðar vaxit
fimm ok fullir vamma
fleinveðrs á bœ einum.
hvers vegna var leifur eiríksson …? 95
31 Grettis saga Ásmundarsonar, bls. 127–134 og 146–147.
32 Mágus saga jarls (hin meiri). Útg. Bjarni vilhjálmsson. Riddarasögur 2
(Reykjavík: Íslendingasagnaútgáfan 1949), bls. 389–391.
33 Den norsk-islandske Skjaldedigtning ved Finnur Jónsson. B. Rettet Tekst. I
(kaupmannahöfn: Gyldendal 1912–1915), bls. 67 og 308.
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 95