Saga - 2014, Blaðsíða 150
vegur sögulegra og listrænna ljósmynda í bókaútgáfu hefur síðan farið
vaxandi á liðnum árum, og þrjár síðustu bækurnar í Ritröð Þjóðminja safns
eru afrakstur rannsókna og sýninga á íslenskum ljósmyndum; auk bókar-
innar um Sigfús eru það Svipmyndir eins augnabliks: Ljósmyndir Þor steins
Jósepssonar (Rit Þjóðminjasafns Íslands 34) og Betur sjá augu: Ljós myndun
íslenskra kvenna 1872–2013 (Rit Þjóðminjasafns Íslands 33), auk bókar nr. 23
í sömu röð, Ljósmyndari Mývetninga: mannlífsmyndir Bárðar Sigurðs sonar frá
upphafi 20. aldar, frá 2011, og má segja að ljósmyndir hafi skipað nokkurt
öndvegi í þeirri ritröð allt frá aldamótum. Allar eru þessar bækur unnar og
gefnar út samhliða sýningum og byggjast á þeirri rannsóknar vinnu sem að
baki þeim býr. Minna virðist þó um rannsóknir og ritun á þessu sviði sem
miða beint að ritun og útgáfu á hinum hefðbundna vettvangi mannvísinda,
útgáfu fræðirita og -greina. Slíkur skilsmunur „akademískra“ rannsókna og
birtinga annars vegar og „alþýðlegrar“ miðlunar hins vegar er vísast mjög
umdeilanlegur en engu að síður skal því haldið til haga hér að ýmsir kostir
eru í boði þegar kemur að því hvernig skuli verja tíma og fjármagni í vísind-
astarfi.
Sigfús eymundsson (1837–1911) var merkilegur maður og áberandi í
þjóðlífi síns tíma, og því svolítið einkennilegt hversu lítið hefur verið ritað
um lífshlaup hans og það samfélag sem hann lifði í, mótaði og skrásetti.
Hann er dæmi um sveitapilt sem ungur sá og greip tækifæri til að brjótast
út úr ramma — raunverulegum eða ímynduðum — íslensks sveitasam -
félags. Hugur hans stóð til bókbandsiðnar, sem var þekkt braut sérhæfingar
á þeim tíma, og komst hann í formlegt nám í þeirri iðn, fyrst í Reykjavík en
síðar í kaupmannahöfn þar sem hann lauk sveinsprófi árið 1860. Hann
starfaði næstu ár við bókband í kristjaníu í Noregi en flutti til Björgvinjar
árið 1864 til að sinna iðn sinni. Þar kynntist hann ljósmyndamiðlinum
þannig að ekki var aftur snúið. elstu varðveittu myndir Sigfúsar eru teknar
af Íslendingum í kaupmannahöfn árið 1866, og sama ár fór hann sína fyrstu
ljósmyndunar- og söluferð til Íslands. Lífshlaup Sigfúsar er sannarlega ævi-
söguefni sem enn bíður höfundar síns. Sigfús Eymundsson myndasmiður
hefur hins vegar að geyma ýmsa áhugaverða drætti til þeirrar sögu, í texta-
formi jafnt sem myndum og myndatextum. Megintexti bókarinnar spannar
rúmlega 40 blaðsíður og skiptist í fjóra sjálfstæða kafla (eða greinar) sem í
nokkrum tilvikum eru fleygaðir með innskotsköflum af ýmsu tagi. Í þeim
fyrsta (bls. 9–22) er ævi Sigfúsar rakin á næsta hefðbundinn hátt enda
byggist hann að mestu leyti á tveimur eldri æviþáttum, annars vegar
afmælis grein í tímaritinu Óðni frá árinu 1907, þegar Sigfús var sjötugur, og
hins vegar áskilinni greinargerð hans sjálfs til orðunefndar Dannebrogs -
orðunnar tveimur árum síðar.
Inn í þann kafla er skotið einni síðu um ljósmyndun á þjóðhátíðinni og
konungskomunni 1874. Í föruneyti konungs var hirðmálari og birtust verk
hans, sambland af fréttamyndum og stemningsmyndum að sögn Ingu Láru,
ritdómar148
Saga haust 2014 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:15 Page 148